Þrenna hjá Ronaldo - öll úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2013 18:15 Cristiano Ronaldo fagnar marki í kvöld. Mynd/AFP Stórliðin lentu flest ekki í miklum vandræðum í kvöld þegar riðlakeppni Meistaradeildarinnar fór af stað. Bayern München, Real Madrid, Paris Saint-Germain og bæði Manchester-liðin unnu öll sannfærandi sigra. Cristiano Ronaldo var maður kvöldsins en hann skoraði þrennu í sigri Real Madrid í Tyrklandi.Wayne Rooney skoraði tvö og lagði upp eitt þegar Manchester United vann öruggan 4-2 sigur á þýska liðinu Bayer 04 Leverkusen í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Það er því ljóst að Rooney kann vel við sig með nýju höfuðhlífina sína.Manchester City er strax búið að gera betur í Meistaradeildinni en síðustu tvö ár en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur á tékkneska liðinu Viktoria Plzen í kvöld. Manchester City gerði út um leikinn með þremur mínútum á tíu mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiksins.Bayern byrjar titilvörnina vel en liðið vann 3-0 sigur á rússneska liðinu CSKA Moskvu í kvöld. David Alaba skoraði fyrsta markið úr aukaspyrnu strax á 4. mínútu og þeir Mario Mandžukić og Arjen Robben bættu svo mörkum við.Cristiano Ronaldo skoraði þrennu og Karim Benzema var með tvö mörk þegar Real Madrid vann 6-1 útisigur á Galatasaray en Ronaldo átti þátt í fjórum síðustu mörkum spænska liðsins. Iker Casillas byrjaði í marki Real Madrid en þurfti að fara meiddur af velli strax á 15. mínútu. Hinn ungi Isco skoraði fyrsta markið og hann lagði einnig upp annað mark Ronaldo.Paris Saint-Germain byrjaði vel með 4-1 útisigri á gríska liðinu Olympiakos. Édinson Cavani kom Paris Saint-Germain í 0-1 eftir sendingu frá Zlatan Ibrahimović en Vladimír Weiss jafnaði fyrir Olympiakos. Thiago Motta reddaði PSG með tveimur mörkum með fimm mínútna millibili um miðjan seinni hálfleik en Ítalinn skoraði þau bæði eftir stosðendingar frá varamanninum Ezequiel Lavezzi. Motta lagði ennfremur upp lokamarkið fyrir Marquinhos.Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn með FC Kaupmannahöfn og Rúrik Gíslason kom inn á 69. mínútu þegar danska liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Juventus í fyrsta leik liðann í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Danska liðið var yfir í 40 mínútur en gat þakkað markmanni sínum Johan Wiland að Juve náði ekki að tryggja sér sigur í leiknum því Carlos Tevez og félagar fengu mörg góð færi í kvöld.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillManchester United - Bayer 04 Leverkusen 4-2 1-0 Wayne Rooney (22.), 1-1 Simon Rolfes (54.), 2-1 Robin van Persie (59.), 3-1 Wayne Rooney (70.), 4-1 Antonio Valencia (79.), 4-2 Ömer Toprak (88.)Real Sociedad - Shakhtar Donetsk 0-2 0-1 Alex Teixeira (65.), 0-2 Alex Teixeira (87.)B-riðillFC Kaupmannahöfn - Juventus 1-1 1-0 Nicolai Jørgensen (14.), 1-1 Fabio Quagliarella (54.)Galatasaray - Real Madrid 1-6 0-1 Isco (33.), 0-2 Karim Benzema (54.), 0-3 Cristiano Ronaldo (63.), 0-4 Cristiano Ronaldo (66.), 0-5 Karim Benzema (81.), 1-5 Umut Bulut (84.), 1-6 Cristiano Ronaldo (90.+1).C-riðillBenfica - Anderlecht 2-0 1-0 Filip Djuricic (4.), 2-0 Luisão (30.).Olympiakos - Paris Saint-Germain 1-4 0-1 Édinson Cavani (19.), 1-1 Vladimír Weiss (25.), 1-2 Thiago Motta (68.), 1-3 Thiago Motta (73.), 1-4 Marquinhos (86.)D-riðillBayern München - CSKA Moskva 3-0 1-0 David Alaba (4.), 2-0 Mario Mandžukić (41.), 3-0 Arjen Robben (68.)Viktoria Plzen - Manchester City 0-3 0-1 Edin Džeko (48.), 0-2 Yaya Touré (53.), 0-3 Sergio Agüero (58.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Amorim rekinn Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Stórliðin lentu flest ekki í miklum vandræðum í kvöld þegar riðlakeppni Meistaradeildarinnar fór af stað. Bayern München, Real Madrid, Paris Saint-Germain og bæði Manchester-liðin unnu öll sannfærandi sigra. Cristiano Ronaldo var maður kvöldsins en hann skoraði þrennu í sigri Real Madrid í Tyrklandi.Wayne Rooney skoraði tvö og lagði upp eitt þegar Manchester United vann öruggan 4-2 sigur á þýska liðinu Bayer 04 Leverkusen í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Það er því ljóst að Rooney kann vel við sig með nýju höfuðhlífina sína.Manchester City er strax búið að gera betur í Meistaradeildinni en síðustu tvö ár en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur á tékkneska liðinu Viktoria Plzen í kvöld. Manchester City gerði út um leikinn með þremur mínútum á tíu mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiksins.Bayern byrjar titilvörnina vel en liðið vann 3-0 sigur á rússneska liðinu CSKA Moskvu í kvöld. David Alaba skoraði fyrsta markið úr aukaspyrnu strax á 4. mínútu og þeir Mario Mandžukić og Arjen Robben bættu svo mörkum við.Cristiano Ronaldo skoraði þrennu og Karim Benzema var með tvö mörk þegar Real Madrid vann 6-1 útisigur á Galatasaray en Ronaldo átti þátt í fjórum síðustu mörkum spænska liðsins. Iker Casillas byrjaði í marki Real Madrid en þurfti að fara meiddur af velli strax á 15. mínútu. Hinn ungi Isco skoraði fyrsta markið og hann lagði einnig upp annað mark Ronaldo.Paris Saint-Germain byrjaði vel með 4-1 útisigri á gríska liðinu Olympiakos. Édinson Cavani kom Paris Saint-Germain í 0-1 eftir sendingu frá Zlatan Ibrahimović en Vladimír Weiss jafnaði fyrir Olympiakos. Thiago Motta reddaði PSG með tveimur mörkum með fimm mínútna millibili um miðjan seinni hálfleik en Ítalinn skoraði þau bæði eftir stosðendingar frá varamanninum Ezequiel Lavezzi. Motta lagði ennfremur upp lokamarkið fyrir Marquinhos.Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn með FC Kaupmannahöfn og Rúrik Gíslason kom inn á 69. mínútu þegar danska liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Juventus í fyrsta leik liðann í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Danska liðið var yfir í 40 mínútur en gat þakkað markmanni sínum Johan Wiland að Juve náði ekki að tryggja sér sigur í leiknum því Carlos Tevez og félagar fengu mörg góð færi í kvöld.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillManchester United - Bayer 04 Leverkusen 4-2 1-0 Wayne Rooney (22.), 1-1 Simon Rolfes (54.), 2-1 Robin van Persie (59.), 3-1 Wayne Rooney (70.), 4-1 Antonio Valencia (79.), 4-2 Ömer Toprak (88.)Real Sociedad - Shakhtar Donetsk 0-2 0-1 Alex Teixeira (65.), 0-2 Alex Teixeira (87.)B-riðillFC Kaupmannahöfn - Juventus 1-1 1-0 Nicolai Jørgensen (14.), 1-1 Fabio Quagliarella (54.)Galatasaray - Real Madrid 1-6 0-1 Isco (33.), 0-2 Karim Benzema (54.), 0-3 Cristiano Ronaldo (63.), 0-4 Cristiano Ronaldo (66.), 0-5 Karim Benzema (81.), 1-5 Umut Bulut (84.), 1-6 Cristiano Ronaldo (90.+1).C-riðillBenfica - Anderlecht 2-0 1-0 Filip Djuricic (4.), 2-0 Luisão (30.).Olympiakos - Paris Saint-Germain 1-4 0-1 Édinson Cavani (19.), 1-1 Vladimír Weiss (25.), 1-2 Thiago Motta (68.), 1-3 Thiago Motta (73.), 1-4 Marquinhos (86.)D-riðillBayern München - CSKA Moskva 3-0 1-0 David Alaba (4.), 2-0 Mario Mandžukić (41.), 3-0 Arjen Robben (68.)Viktoria Plzen - Manchester City 0-3 0-1 Edin Džeko (48.), 0-2 Yaya Touré (53.), 0-3 Sergio Agüero (58.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Amorim rekinn Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira