Innlent

Fyrrverandi innanríkisráðherra segir Háskóla Íslands fremja mannréttindabrot

Karen Kjartansdóttir skrifar
Ögmundur Jónasson segir að með því að meina Jóni Baldvini að kenna við Háskólann að með ákvörðun sinni hafi Háskóli Íslands gerst sekur um brot á mannréttindum.
Ögmundur Jónasson segir að með því að meina Jóni Baldvini að kenna við Háskólann að með ákvörðun sinni hafi Háskóli Íslands gerst sekur um brot á mannréttindum.

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra og þingmaður Vinstri grænna, hvetur Háskóla Íslands til að endurskoða ákvörðun sína um að afturkalla beiðni um að Jón Baldvin Hannibalsson verði þar gestakennari í haust.

Segir Ögmundur, í pistli á vefsíðunni ogmundur.is, að með ákvörðun sinni hafi Háskóli Íslands gerst sekur um brot á mannréttindum. Almenningur hljóti að krefjast þess að skólinn endurskoði ákvörðunina. Í opnu lýðræðisþjóðfélagi þurfi menn iðulega að gjalda synda sinna í opinberri umræðu, slíkir dómar hljóti að vera einna þungbærastir. „Til hliðar og ofar þessum óformlega almannadómstól er síðan réttarkerfið. Það kerfi  var smíðað til þess að dómar yrðu aldrei felldir á forsendum reiði - þess vegna réttmætrar  reiði - eða hefnigirni, heldur samkvæmd lögum og reglum sem réttarríkið hefur á undangengnum öldum smám saman  þróað,“ segir Ögmundur.

„ Allir vita um hvaða einstakling er að ræða enda honum hvergi hlíft í opinberri umræðu. Ástæðan fyrir því að ég nefni hér engin nöfn er einfaldlega sú að þessi umræða snýst ekki um einstaklinga heldur grundvallarreglur í réttarríki sem vill kallast mannréttindaþjóðfélag,“ segir Ögmundur.


Tengdar fréttir

Jón Baldvin gagnrýnir Háskólann harðlega

Jón Baldvin Hannibaldsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, ritar grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag þar sem hann gagnrýnir Háskóla Íslands harðlega.

Vera Jóns Baldvins talin geta skaðað hagsmuni nemenda

Kennsla Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra þótti ógna nauðsynlegum friði við Háskóla Íslands og var því ákveðið að hann yrði ekki gestakennari í haust. Þessar skýringar gefur forseti félagsvísindasviðs við Háskóla Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.