Íslenski boltinn

Uppgjör Pepsi-markanna frá því í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fjórir leikir fóru fram í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í gær en fresta þurfti tveimur leikja umferðarinnar vegna veðurs.

Pepsi-mörkin voru að sjálfsögðu á sínum stað og að vanda voru leikir kvöldsins gerðir upp í lok þáttar.

FH-ingar og Blikar töpuðu bæði stigum í titilbaráttunni, FH missti niður 2-0 forystu á heimavelli í jafntefli á móti nýliðum Víkinga og Breiðablik steinlá 1-4 á heimavelli á móti Fylki.

Stjörnumenn komst upp að hlið FH á 2. til 3. sæti með því að vinna Keflavík með tveimur mörkum Ólafs Karls Finsen í lok leiks.

Þór og Fram gerðu síðan 1-1 jafntefli fyrir norðan en þar var Hólmbert Aron Friðjónsson fyrsti leikmaðurinn í sumar til að brjóta tíu marka múrinn.

Það er hægt að sjá það helsta sem gerðist í þessum leikjum með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×