Erlent

Handtóku samkynhneigðan son sinn

Elimar Hauksson skrifar
Dmitry ásamt skiltinu umdeilda
Dmitry ásamt skiltinu umdeilda
24 ára gamall bankastarfsmaður var um helgina handtekinn fyrir áróður í Rússlandi. Nýleg lög þar í landi banna „samkynhneigðan áróður“ en frá þessu er greint á fréttavefnum gaystarnews

Dmitry Isakov hélt á lofti mótmælaskilti sem á stóð að það væri eðlilegt að vera samkynhneigður og elska aðra samkynhneigða, að beita samkynhneigða ofbeldi og myrða sé glæpur.

Mótmæli Isakovs fóru fyrir brjóstið á vegfaranda og úr varð að hann var handtekinn. Foreldrar hans tóku þátt í handtökunni þar sem faðir hans aðstoðaði lögreglu við að ná honum niður auk þess sem móðir hans hrifsaði mótmælaskiltið úr höndum hans.



Nikolai Alekseev, einn mest áberandi baráttumaður samkynhneigðra í Rússlandi lét þau ummæli falla að mótmæli Isakovs væru alvöru aðgerðir en ekki heimskulegar eins og að sniðganga rússneskan vodka og Olympíuleika.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×