SUS vill að Eygló og Sigurður Ingi biðjist afsökunar á pólitískum ofsóknum Heimir Már Pétursson skrifar 26. ágúst 2013 12:00 Davíð Þorláksson formaður SUS, Sigurður Ingi Jónsson og Eygló Harðardóttir. Ungir Sjálfstæðismenn skora á Eygló Harðardóttur og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra Framsóknarflokksins að biðjast afsökunar á að hafa greitt atkvæði með ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Þau hafi með atkvæði sínu tekið þátt í pólitískum ofsóknum. Samband ungra Sjálfstæðismanna sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem minnt er á ályktun ungra Sjálfstæðismanna frá því í apríl í fyrra þar sem segir að þeir þingmenn sem tóku þátt í að ákæra Geir H. Haarde á sínum tíma hafi tekið þátt í alvarlegri atlögu að mannréttindum og réttarríkinu og Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að taka þátt í ríkisstjórn með þingmönnum sem það gerðu. Síðan þá hafi Landsdómur sýknað Geir af öllum veigamestu ákæruliðunum. Davíð Þorláksson formaður SUS vill að þessir ráðherrar biðjist afsökunar á þátttöku sinni í ákærunni. „Þessir tveir ráðherrar, Eygló og Sigurður, eru einu ráðherrarnir í ríkisstjórninni sem greiddu atkvæði með ákærunum á hendur Geir Haarde. Og ég held að reynslan hafi sýnt og það er niðurstaða Landsdóms og Mannréttindanefndar Evrópu að þetta hafi verið mjög misráðin hugmynd og þau hafi þarna verið að taka þátt í pólitískum ofsóknum gegn Geir Haarde,“ segir Davíð. Það sé óeðlilegt að Eygló og Sigurður Ingi sitji í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum án þess að biðjast afsökunar á þessari framgöngu sinni. „Og lýsi því yfir að það hafi verið mistök að greiða atkvæði með þessum ákærum,“ segir Davíð. En hvað fæst með slíkri yfirlýsingu. Hún breytir ekki þeirra gjörðum? „Nei, það er svosem ekki hægt að breyta þeim. Þetta er búið og gert en það væri þá alla vega vísbending um hvaða fólk þau hafa að geyma, þau telji ekki eðlilegt að hafa tekið þátt í þessu. Það væri þá vísbending um að þau sæju að sér og bæðust afsökunar. Þetta sé fólk sem hægt sé að vinna með og hægt sé að treysta á,“ segir Davíð Þorláksson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Landsdómur Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Ungir Sjálfstæðismenn skora á Eygló Harðardóttur og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra Framsóknarflokksins að biðjast afsökunar á að hafa greitt atkvæði með ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Þau hafi með atkvæði sínu tekið þátt í pólitískum ofsóknum. Samband ungra Sjálfstæðismanna sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem minnt er á ályktun ungra Sjálfstæðismanna frá því í apríl í fyrra þar sem segir að þeir þingmenn sem tóku þátt í að ákæra Geir H. Haarde á sínum tíma hafi tekið þátt í alvarlegri atlögu að mannréttindum og réttarríkinu og Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að taka þátt í ríkisstjórn með þingmönnum sem það gerðu. Síðan þá hafi Landsdómur sýknað Geir af öllum veigamestu ákæruliðunum. Davíð Þorláksson formaður SUS vill að þessir ráðherrar biðjist afsökunar á þátttöku sinni í ákærunni. „Þessir tveir ráðherrar, Eygló og Sigurður, eru einu ráðherrarnir í ríkisstjórninni sem greiddu atkvæði með ákærunum á hendur Geir Haarde. Og ég held að reynslan hafi sýnt og það er niðurstaða Landsdóms og Mannréttindanefndar Evrópu að þetta hafi verið mjög misráðin hugmynd og þau hafi þarna verið að taka þátt í pólitískum ofsóknum gegn Geir Haarde,“ segir Davíð. Það sé óeðlilegt að Eygló og Sigurður Ingi sitji í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum án þess að biðjast afsökunar á þessari framgöngu sinni. „Og lýsi því yfir að það hafi verið mistök að greiða atkvæði með þessum ákærum,“ segir Davíð. En hvað fæst með slíkri yfirlýsingu. Hún breytir ekki þeirra gjörðum? „Nei, það er svosem ekki hægt að breyta þeim. Þetta er búið og gert en það væri þá alla vega vísbending um hvaða fólk þau hafa að geyma, þau telji ekki eðlilegt að hafa tekið þátt í þessu. Það væri þá vísbending um að þau sæju að sér og bæðust afsökunar. Þetta sé fólk sem hægt sé að vinna með og hægt sé að treysta á,“ segir Davíð Þorláksson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna.
Landsdómur Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira