Erlent

Nidal Hasan fékk dauðadóm

Nidal Hasan drap þrettán manns og særði nokkra tugi.
Nidal Hasan drap þrettán manns og særði nokkra tugi. Mynd/AP
Þann 5. nóvember árið 2009 tók hergeðlæknirinn Nadal Hisan upp skotvopn og drap þrettán félaga sína í herstöðinn Fort Hood. 

Herdómstóll dæmdi hann til dauða nú áðan fyrir þetta ódæðisverk.

Hasan, sem er múslimi fæddur í Bandaríkjunum, sagðist hafa gert þetta af trúarlegum ástæðum. Hann væri að verja íslamska uppreisnarmenn erlendis gegn árásum Bandaríkjahers. 

Hann virðist ekki hafa reiknað með að lifa sjálfur af árásina og reri öllum árum að því meðan réttarhöldin stóðu yfir að hann fengi dauðadóm. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×