Erlent

Heiðarleiki borgar sig

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Upptökur eftirlitsmyndavéla sýndu mennina borga fyrir vörur sínar þrátt fyrir að verslunin væri mannlaus.
Upptökur eftirlitsmyndavéla sýndu mennina borga fyrir vörur sínar þrátt fyrir að verslunin væri mannlaus.
Fjórir meðlimir ruðningsliðs William Patterson-háskólans í New Jersey fengu hver um sig 50 dala gjafakort í matvöruverslun eftir að upptökur eftirlitsmyndavéla sýndu þá borga fyrir vörur sínar þrátt fyrir að verslunin væri mannlaus.

Buddy's Small Lots-verslunin var lokuð á sunnudagskvöld en búðin var ólæst og ljósin kveikt. Því gerðu íþróttamennirnir ráð fyrir því að verslunin væri opin. Þegar þeir komu á kassa og reyndu að borga fyrir vörurnar var enginn að afgreiða. Þeir afgreiddu sig því sjálfir og gáfu sér meira að segja til baka.

Vaktstjóri fékk símtal frá lögreglu þess efnis að brotist hefði verið inn í verslunina en þegar á staðinn var komið hafði ekkert verið tekið. Þá voru eftirlitsmyndavélarnar skoðaðar og í kjölfarið fór rekstrarstjóri verslunarinnar og hitti drengina til að þakka þeim fyrir.

„Ég vissi ekki að þetta myndi vekja svona mikla athygli,“ segir Kell'e Gallimore, einn íþróttamannanna. Liðsfélagi hans, Thomas James, bætti því við að ekki væru allir þjófar. „Það er ekki hægt að dæma fólk á útlitinu,“ sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×