Erlent

Flytja hugsanir milli mannsheila

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Vísindamenn hafa náð að flytja hugsanir milli mannsheila.
Vísindamenn hafa náð að flytja hugsanir milli mannsheila.
Tveir vísindamenn við Háskólann í Washington hafa fundið leið til þess að flytja hugsanir á milli manna. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem slíkt tekst.

Þeir Rajesh Rao og Andrea Stocco náðu að tengja heila sína saman með þeim hætti að Rajesh gat hreyft  fingur Andrea á lyklaborði með hugsunum sínum. Þetta kemur fram á vefsíðunni Techcrunch.com

„Internetið hefur tengt saman tölvur og núna getum við nýtt það til að tengja saman heila í mönnum,“ sagði Andrea.

Rajesh hefur unnið að rannsóknum við hugsanaflutninga í áratug og þessi aðferð hefur verið nú þegar verið notuð á mýs. En nú hefur í fyrsta skipti tekist að tengja saman mannsheila og til þess þarf að nota tæki sem sett er á höfuð þeirra sem flytja á hugsanir á milli. Það gerist þannig að þegar sá sem sendir hugsanirnar bregst við því sem hann sér á skjá og tækið nemur bylgjur frá heilanum. Þær bylgjur skila sér svo til þess sem tekur á móti hugsununum og sá hreyfir sig í samræmi við viðbrögð hins fyrrnefnda.

Þetta er nokkuð flókið ferli en hér að neðan má sjá myndband þar sem ferlið er útskýrt nánar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×