Erlent

Allir farþegar í brotlendingu Asiana fá 10.000 dollara

Finnur Thorlacius skrifar
Vélin er gerónýt eftir brotlendinguna í San Francisco
Vélin er gerónýt eftir brotlendinguna í San Francisco
Hver einasti af þeim 288 farþegum sem voru um borð í flugi Asiana flugfélagsins til San San Francisco sem brotlenti á þar í síðasta mánuði fá greidda 10.000 dollara frá félaginu. Alveg sama er hvort farþegarnir hafa farið á sjúkrahús eftir brotlendinguna, eða fengið skrámu við atvikið. Allir fá greitt.

Því ætlar Asiana flugfélagið að punga út 2,88 milljónum dollara, eða 342 milljónum króna til þeirra. Farþegarnir sem fá bótagreiðslurnar eiga samt möguleika á því að fara í mál við flugfélagið og því er ekki útséð með þær bætur sem það endanlega greiðir. Ætti það þá helst við þá sem slösuðust og telja greiðsluna of lága. Í brotlendingunni dóu 3 farþegar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×