Stuttmyndin hefur vakið sterk viðbrögð vegna þeirra ömurlegu aðstæðna sem dýrin sem í henni eru sýnd lifa við. Eftir því sem líður á myndina er matvælaframleiðslan síðan sett í samhengi við nútíma neysluhætti og versnandi heilsufar jarðarbúa.
Stuttmyndin er hluti af heimildarmyndinni Samsara frá árinu 2011. Heimildarmyndin samanstendur af fjölmörgum einstökum atriðum, sem tekin voru í 25 löndum, og sýna allt frá merkilegustu náttúruundrum heims til iðnaðarframleiðslu matvæla.
Umrædda stuttmynd má sjá hér að neðan.