Umfjöllun og viðtöl: FH - Austria Vín 0-0 | Draumur FH-inga úti Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 7. ágúst 2013 15:30 FH-ingar eru úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir markalaust jafntefli við austurríska liðið Austria Vín í Kaplakrika í dag. FH-ingum tókst ekki að ná inn markinu sem hefði tryggt þeim framlengingu en Austria-liðið er þar með komið áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. FH-ingar hefðu tryggt sér 540 milljónir íslenskra króna hefði þeim tekist að slá Austurríkismennina út og þeir fengu sko tækifærið til þess í þessum leik. FH léku meðal annars manni fleiri síðasta hálftímann í leiknum en Austurríkismenn bökkuðu aftar á völlinn og vörðu 1-0 forskot sitt frá því í fyrri leiknum í Vín. Það var skiljanlega nokkuð mikil taugaspenna í leikmönnum FH í upphafi leiks og voru heimamenn fyrstu tíu mínúturnar að slípa sinn leik en þegar leið á fyrri hálfleikinn fór leikur þeirra að batna. FH-ingar virkuðu afslappaðir og báru greinilega litla virðingu fyrir stórliðið Austria Vín. Gestirnir náðu ekki að skapa sér góð færi í fyrri hálfleiknum og eina færi FH var skalli Atla Guðnasonar sem fór nokkuð hátt yfir markið. FH var samt sem áður sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og því einvígið galopið eftir fyrstu 45 mínútur leiksins. FH-ingar gáfu fá færi á sér og voru alltaf hættulegir í skyndisóknum. Brynjar Ásgeir Guðmundsson fékk ágætt færi eftir eina slíka og í nokkur skipti vann FH-liðið aukaspyrnur á hættulegum stöðum sem lítið kom úr. Kristján Gauti Emilsson fékk flott skallafæri eftir hornspyrnu en náði ekki að koma boltanum á markið og liðsmenn Austria Vín sköpuðu sér síðan gott skallafæri á 68. mínútu. Austurríkismenn misstu mann af velli á 61. mínútu þegar Markus Suttner fékk sitt annað gula spjald eftir viðskipti við Brynjar. FH-ingar pressuðu mikið manni fleiri en tókst ekki að ná markinu mikilvæga. Austurrísku leikmennirnir töfðu leikinn við hvert tækifæri og fögnuðu síðan gríðarlega þegar lokaflautið gall. Heimir: Leikmenn geta farið stoltir frá þessum leik„Ég er gríðarlega svekktur en mér fannst við eiga góðan möguleika á að vinna þennan leik í kvöld,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Við fengum tækifæri til þess að skora og koma okkur í góða stöðu og því er maður sérstaklega svekktur.“ „Mér fannst leikmenn Austria Vín ekki skapa sér næstum því eins mörg færi og í útileiknum og við náðum að mestu að loka á þeirra plön.“ „Við náðum að nýta okkur ákveðna veikleika sem er í vörninni hjá þeim, plássið milli miðju og varnar.“ „FH-liðið verður aldrei sakað um að reyna ekki eftir leikinn í dag. Við spiluðum virkilega vel í kvöld og menn geta verið stoltir eftir þennan leik.“ Hægt er að sjá myndband af blaðamannafundi Heimis og Ólafs Páls hér að ofan. Ólafur: Menn eru dofnir eftir svona úrslit„Við erum nokkuð svekktir eftir þennan leik og svolítill dofi yfir leikmannahópnum,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, fyrirliði FH, eftir leikinn í kvöld. „Leikskipulag okkar gekk upp og við gerðum í raun allt rétt þegar kom að liðsuppstillingunni en ákvarðanatökur leikmanna þegar komið var fram á síðasta þriðjung vallarins voru ekki nægilega góðar.“ „Við komumst í góða stöðu og menn náðu ekki að nýta sér hana nægilega vel, ég var ekki nægilega góður persónulega í mínum ákvarðanatökum.“ „Við höfðum alltaf trú á verkefninu og vissum það alveg fyrir leikinn að við ættum möguleika, annars hefðum við bara getað verið eftir heima og horft á leikinn í sjónvarpinu.“ Hægt er að sjá myndband af blaðamannafundi Heimis og Ólafs Páls hér að ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira
FH-ingar eru úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir markalaust jafntefli við austurríska liðið Austria Vín í Kaplakrika í dag. FH-ingum tókst ekki að ná inn markinu sem hefði tryggt þeim framlengingu en Austria-liðið er þar með komið áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. FH-ingar hefðu tryggt sér 540 milljónir íslenskra króna hefði þeim tekist að slá Austurríkismennina út og þeir fengu sko tækifærið til þess í þessum leik. FH léku meðal annars manni fleiri síðasta hálftímann í leiknum en Austurríkismenn bökkuðu aftar á völlinn og vörðu 1-0 forskot sitt frá því í fyrri leiknum í Vín. Það var skiljanlega nokkuð mikil taugaspenna í leikmönnum FH í upphafi leiks og voru heimamenn fyrstu tíu mínúturnar að slípa sinn leik en þegar leið á fyrri hálfleikinn fór leikur þeirra að batna. FH-ingar virkuðu afslappaðir og báru greinilega litla virðingu fyrir stórliðið Austria Vín. Gestirnir náðu ekki að skapa sér góð færi í fyrri hálfleiknum og eina færi FH var skalli Atla Guðnasonar sem fór nokkuð hátt yfir markið. FH var samt sem áður sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og því einvígið galopið eftir fyrstu 45 mínútur leiksins. FH-ingar gáfu fá færi á sér og voru alltaf hættulegir í skyndisóknum. Brynjar Ásgeir Guðmundsson fékk ágætt færi eftir eina slíka og í nokkur skipti vann FH-liðið aukaspyrnur á hættulegum stöðum sem lítið kom úr. Kristján Gauti Emilsson fékk flott skallafæri eftir hornspyrnu en náði ekki að koma boltanum á markið og liðsmenn Austria Vín sköpuðu sér síðan gott skallafæri á 68. mínútu. Austurríkismenn misstu mann af velli á 61. mínútu þegar Markus Suttner fékk sitt annað gula spjald eftir viðskipti við Brynjar. FH-ingar pressuðu mikið manni fleiri en tókst ekki að ná markinu mikilvæga. Austurrísku leikmennirnir töfðu leikinn við hvert tækifæri og fögnuðu síðan gríðarlega þegar lokaflautið gall. Heimir: Leikmenn geta farið stoltir frá þessum leik„Ég er gríðarlega svekktur en mér fannst við eiga góðan möguleika á að vinna þennan leik í kvöld,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Við fengum tækifæri til þess að skora og koma okkur í góða stöðu og því er maður sérstaklega svekktur.“ „Mér fannst leikmenn Austria Vín ekki skapa sér næstum því eins mörg færi og í útileiknum og við náðum að mestu að loka á þeirra plön.“ „Við náðum að nýta okkur ákveðna veikleika sem er í vörninni hjá þeim, plássið milli miðju og varnar.“ „FH-liðið verður aldrei sakað um að reyna ekki eftir leikinn í dag. Við spiluðum virkilega vel í kvöld og menn geta verið stoltir eftir þennan leik.“ Hægt er að sjá myndband af blaðamannafundi Heimis og Ólafs Páls hér að ofan. Ólafur: Menn eru dofnir eftir svona úrslit„Við erum nokkuð svekktir eftir þennan leik og svolítill dofi yfir leikmannahópnum,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, fyrirliði FH, eftir leikinn í kvöld. „Leikskipulag okkar gekk upp og við gerðum í raun allt rétt þegar kom að liðsuppstillingunni en ákvarðanatökur leikmanna þegar komið var fram á síðasta þriðjung vallarins voru ekki nægilega góðar.“ „Við komumst í góða stöðu og menn náðu ekki að nýta sér hana nægilega vel, ég var ekki nægilega góður persónulega í mínum ákvarðanatökum.“ „Við höfðum alltaf trú á verkefninu og vissum það alveg fyrir leikinn að við ættum möguleika, annars hefðum við bara getað verið eftir heima og horft á leikinn í sjónvarpinu.“ Hægt er að sjá myndband af blaðamannafundi Heimis og Ólafs Páls hér að ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira