Erlent

Pungbítur í Eyrarsundi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Tennur Pacu-fisksins eru ekki ósvipaðar mannstönnum.
Tennur Pacu-fisksins eru ekki ósvipaðar mannstönnum.
Körlum á sundi hefur verið ráðlagt að hafa varann á við Eyrarsund, sundið sem skilur að Danmörku og Svíþjóð. Þar fannst nefnilega á dögunum Pacu-fiskur svokallaður, en þeir eru sagðir sækja í klof karlmanna.

Pacu-fiskurinn hefur verið kallaður friðsæli frændi píranafisksins, en hann nærist helst á gróðri. Þó hafa komið upp tilfelli í Papúa Nýju-Gíneu þar sem fiskurinn hefur bitið eistu af mönnum, og hefur einhverjum þeirra blætt út í kjölfarið.

„Það verður áhugavert að sjá hvort um stakan fisk var að ræða eða hvort við eigum eftir að sjá meira af tegundinni,“ segir Peter Rask Møller hjá danska náttúrufræðisafninu, en hann fékk fiskinn, sem er um 20 sentimetrar að lengd, hjá veiðimanni.

Þá er það talið útilokað að fiskurinn komi frá sædýrasafninu Blue Planet, sem staðsett er skammt frá sundinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×