Innlent

Björt framtíð býður fram til sveitarstjórnar

Kristján Hjálmarsson skrifar
Guðmundur Steingrímsson segir Besta flokkinn vera stóru systur Bjartrar framtíðar.
Guðmundur Steingrímsson segir Besta flokkinn vera stóru systur Bjartrar framtíðar.
Björt framtíð mun bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum, sem fram fara í maí á næsta ári.

Á ársfundi Bjartrar framtíðar, sem haldin var í júní, voru samþykktar lagabreytingar sem heimila flokknum að bjóða fram í sveitastjórnarkosningum. Með lagabreytingunni getur flokkurinn bæði boðið fram og stutt framboð sem bera ekki endilega nafn flokksins.

"Frumkvæðið verður alltaf að koma frá heimamönnum á hverjum stað og þeir verða að eiga samleið með Bjartri framtíð til að geta boðið fram í nafni flokksins. Eina skilyrðið er að stjórnin samþykki framboðið þegar þar að kemur," segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. "Ég veit að það er byrjuð einhver hreyfing víða um land."

Hvað Reykjavík varðar segir formaðurinn að Björt framtíð muni styðja Besta flokkinn fari hann fram. "Enda er Besti flokkurinn stóra systir Bjartrar framtíðar," segir Guðmundur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.