Verð hátt í fjórum sinnum hærra á Íslandi Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 22. júlí 2013 19:12 Fréttastofa kannaði verð á barnavörum í verslunum hérlendis og í Bandaríkjunum. Algengt er að verð hér á landi sé þrisvar til fjórum sinnum hærra en vestanhafs. Tökum dæmi. Chicco Fun Travel leikteppi færðu í Bandaríkjunum á rúmar 7500 krónur. Hér á landi borgarðu tæpar 22000 krónur fyrir sama teppið. Eignistu tvíbura þarftu á tvöfaldri kerru að halda og kostar ein slík ytra tæpar 28000 krónur en hér heima um 87000 krónur. Börn þurfa á góðum bílstól að halda og fyrir einn góðan vestanhafs þarftu að borga rúmar 18000 krónur. Hér heima þarftu að punga út 64495 fyrir sama stól. Að síðustu er það Graco Trekko kerra sem kostar úti rúmar 19000 krónur en á Íslandi tæpar 70000 krónur. Sífellt er að færast í aukana að landsmenn versli vörur frá Bandaríkjunum í gegnum internetið og fái þær sendar hingað til lands. Ef bílstóllinn, kerrurnar og leikteppið væru keypt í einu lagi hér heima kostar það rúmar 240000 krónur. Ef vörurnar væru pantaðar í gegnum netið og sendar hingað heim með flutningi á vegum Icetransport myndi það kosta í kringum 160000 krónur og er sú upphæð með flutningskostnaði, sköttum og öllum öðrum gjöldum. Það má því spyrja sig, er einhver hvati fyrir neytendur að versla vörur sínar hér á landi. „Það má til dæmis benda á það að það er alveg klárt að neytendaverndin sem slík er miklu meiri þegar um vöru er að ræða sem er keypt í íslenskum verslunum. Með öðrum orðum ef að vara er til dæmis gölluð eiga íslenskir neytendur miklu ríkari rétt og miklu auðveldara um vik að fá vöruna endurgreidda eða fá nýja vöru í staðinn, en ef hún er keypteftir einhverjum pöntunarlista erlendis frá," segir Andrés Magnússon, framkvæmdarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu. En hvað skýrir þessi háu verð? Er við verslunarmenn að sakast eða umhverfið sem þeim er búið? „Aðstöðumunurinn sem íslensk verslun býr við, hinn skattalegi aðstöðumunur miðað við til dæmis verslun í Bandaríkjunum er gífulegur. Ákvörðun stjórnvalda um hvað skattar eru háir hefur afgerandi áhrif á það hvað vörur í landinu kosta. Það vitum við öll," segir Andrés jafnframt. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Fréttastofa kannaði verð á barnavörum í verslunum hérlendis og í Bandaríkjunum. Algengt er að verð hér á landi sé þrisvar til fjórum sinnum hærra en vestanhafs. Tökum dæmi. Chicco Fun Travel leikteppi færðu í Bandaríkjunum á rúmar 7500 krónur. Hér á landi borgarðu tæpar 22000 krónur fyrir sama teppið. Eignistu tvíbura þarftu á tvöfaldri kerru að halda og kostar ein slík ytra tæpar 28000 krónur en hér heima um 87000 krónur. Börn þurfa á góðum bílstól að halda og fyrir einn góðan vestanhafs þarftu að borga rúmar 18000 krónur. Hér heima þarftu að punga út 64495 fyrir sama stól. Að síðustu er það Graco Trekko kerra sem kostar úti rúmar 19000 krónur en á Íslandi tæpar 70000 krónur. Sífellt er að færast í aukana að landsmenn versli vörur frá Bandaríkjunum í gegnum internetið og fái þær sendar hingað til lands. Ef bílstóllinn, kerrurnar og leikteppið væru keypt í einu lagi hér heima kostar það rúmar 240000 krónur. Ef vörurnar væru pantaðar í gegnum netið og sendar hingað heim með flutningi á vegum Icetransport myndi það kosta í kringum 160000 krónur og er sú upphæð með flutningskostnaði, sköttum og öllum öðrum gjöldum. Það má því spyrja sig, er einhver hvati fyrir neytendur að versla vörur sínar hér á landi. „Það má til dæmis benda á það að það er alveg klárt að neytendaverndin sem slík er miklu meiri þegar um vöru er að ræða sem er keypt í íslenskum verslunum. Með öðrum orðum ef að vara er til dæmis gölluð eiga íslenskir neytendur miklu ríkari rétt og miklu auðveldara um vik að fá vöruna endurgreidda eða fá nýja vöru í staðinn, en ef hún er keypteftir einhverjum pöntunarlista erlendis frá," segir Andrés Magnússon, framkvæmdarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu. En hvað skýrir þessi háu verð? Er við verslunarmenn að sakast eða umhverfið sem þeim er búið? „Aðstöðumunurinn sem íslensk verslun býr við, hinn skattalegi aðstöðumunur miðað við til dæmis verslun í Bandaríkjunum er gífulegur. Ákvörðun stjórnvalda um hvað skattar eru háir hefur afgerandi áhrif á það hvað vörur í landinu kosta. Það vitum við öll," segir Andrés jafnframt.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira