Verð hátt í fjórum sinnum hærra á Íslandi Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 22. júlí 2013 19:12 Fréttastofa kannaði verð á barnavörum í verslunum hérlendis og í Bandaríkjunum. Algengt er að verð hér á landi sé þrisvar til fjórum sinnum hærra en vestanhafs. Tökum dæmi. Chicco Fun Travel leikteppi færðu í Bandaríkjunum á rúmar 7500 krónur. Hér á landi borgarðu tæpar 22000 krónur fyrir sama teppið. Eignistu tvíbura þarftu á tvöfaldri kerru að halda og kostar ein slík ytra tæpar 28000 krónur en hér heima um 87000 krónur. Börn þurfa á góðum bílstól að halda og fyrir einn góðan vestanhafs þarftu að borga rúmar 18000 krónur. Hér heima þarftu að punga út 64495 fyrir sama stól. Að síðustu er það Graco Trekko kerra sem kostar úti rúmar 19000 krónur en á Íslandi tæpar 70000 krónur. Sífellt er að færast í aukana að landsmenn versli vörur frá Bandaríkjunum í gegnum internetið og fái þær sendar hingað til lands. Ef bílstóllinn, kerrurnar og leikteppið væru keypt í einu lagi hér heima kostar það rúmar 240000 krónur. Ef vörurnar væru pantaðar í gegnum netið og sendar hingað heim með flutningi á vegum Icetransport myndi það kosta í kringum 160000 krónur og er sú upphæð með flutningskostnaði, sköttum og öllum öðrum gjöldum. Það má því spyrja sig, er einhver hvati fyrir neytendur að versla vörur sínar hér á landi. „Það má til dæmis benda á það að það er alveg klárt að neytendaverndin sem slík er miklu meiri þegar um vöru er að ræða sem er keypt í íslenskum verslunum. Með öðrum orðum ef að vara er til dæmis gölluð eiga íslenskir neytendur miklu ríkari rétt og miklu auðveldara um vik að fá vöruna endurgreidda eða fá nýja vöru í staðinn, en ef hún er keypteftir einhverjum pöntunarlista erlendis frá," segir Andrés Magnússon, framkvæmdarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu. En hvað skýrir þessi háu verð? Er við verslunarmenn að sakast eða umhverfið sem þeim er búið? „Aðstöðumunurinn sem íslensk verslun býr við, hinn skattalegi aðstöðumunur miðað við til dæmis verslun í Bandaríkjunum er gífulegur. Ákvörðun stjórnvalda um hvað skattar eru háir hefur afgerandi áhrif á það hvað vörur í landinu kosta. Það vitum við öll," segir Andrés jafnframt. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Fréttastofa kannaði verð á barnavörum í verslunum hérlendis og í Bandaríkjunum. Algengt er að verð hér á landi sé þrisvar til fjórum sinnum hærra en vestanhafs. Tökum dæmi. Chicco Fun Travel leikteppi færðu í Bandaríkjunum á rúmar 7500 krónur. Hér á landi borgarðu tæpar 22000 krónur fyrir sama teppið. Eignistu tvíbura þarftu á tvöfaldri kerru að halda og kostar ein slík ytra tæpar 28000 krónur en hér heima um 87000 krónur. Börn þurfa á góðum bílstól að halda og fyrir einn góðan vestanhafs þarftu að borga rúmar 18000 krónur. Hér heima þarftu að punga út 64495 fyrir sama stól. Að síðustu er það Graco Trekko kerra sem kostar úti rúmar 19000 krónur en á Íslandi tæpar 70000 krónur. Sífellt er að færast í aukana að landsmenn versli vörur frá Bandaríkjunum í gegnum internetið og fái þær sendar hingað til lands. Ef bílstóllinn, kerrurnar og leikteppið væru keypt í einu lagi hér heima kostar það rúmar 240000 krónur. Ef vörurnar væru pantaðar í gegnum netið og sendar hingað heim með flutningi á vegum Icetransport myndi það kosta í kringum 160000 krónur og er sú upphæð með flutningskostnaði, sköttum og öllum öðrum gjöldum. Það má því spyrja sig, er einhver hvati fyrir neytendur að versla vörur sínar hér á landi. „Það má til dæmis benda á það að það er alveg klárt að neytendaverndin sem slík er miklu meiri þegar um vöru er að ræða sem er keypt í íslenskum verslunum. Með öðrum orðum ef að vara er til dæmis gölluð eiga íslenskir neytendur miklu ríkari rétt og miklu auðveldara um vik að fá vöruna endurgreidda eða fá nýja vöru í staðinn, en ef hún er keypteftir einhverjum pöntunarlista erlendis frá," segir Andrés Magnússon, framkvæmdarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu. En hvað skýrir þessi háu verð? Er við verslunarmenn að sakast eða umhverfið sem þeim er búið? „Aðstöðumunurinn sem íslensk verslun býr við, hinn skattalegi aðstöðumunur miðað við til dæmis verslun í Bandaríkjunum er gífulegur. Ákvörðun stjórnvalda um hvað skattar eru háir hefur afgerandi áhrif á það hvað vörur í landinu kosta. Það vitum við öll," segir Andrés jafnframt.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira