Skorar á Vesturlönd að setja rússneska þingmenn í ferðabann Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2013 14:03 Nikolai Alekseev hefur margoft verið handtekinn fyrir tilraunir til að koma á gleðigöngum í Moskvu og víðar. Nikolai Alekseev lögfræðingur og leiðtogi réttindahreyfingar samkynhneigðra í Rússlandi segir að það hafi ekkert upp á sig að sniðganga vörur eins og Stolichnaya vodka til að þrýsta á rússnesk stjórnvöld að bæta ráð sitt varðandi mannréttindi hinsegin fólks. Framleiðendur vöru eins og Stolichnaya hafi engin áhrif á rússnesk stjórnvöld, Vladimir Pútin forseta og þingmenn Dúmunnar. Vilji vestræn ríki leggja mannréttindabaráttu hinsegin fólks í Rússlandi lið ættu þau að setja ráðherra og þingmenn sem stóðu t.d. að nýlegri lagasetningu sem þrengir mjög réttindi hinsegin fólks í Rússlandi á bannlista, þannig að þetta fólk geti ekki ferðast til Vesturlanda. Slík aðgerð væri mun líklegri til árangurs en það að sniðganga einstakar vörur frá Rússlandi. Ferðabann á nokkra þingmenn myndi fæla aðra stjórnmálamenn frá því að styðja óréttláta löggjöf gagnvart hinsegin fólki.Nikolai Alekseev getur tekið þátt í gleðigöngum utan Rússlands en ekki í heimalandinu þar sem slíkar göngur eru bannaðar.Nikolai talar af mikilli reynslu um þessi mál en hann hefur margoft verið handtekinn fyrir tilraunir til að koma á gleðigöngum í Moskvu og víðar og orðið fyrir líkamlegu ofbeldi andstæðinga réttinda hinsegin fólks sem gert hafa aðsúg að litlum hópum fólks sem reynt hafa að fara í gleðigöngur, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Þá handtók rússneska leyniþjónustan hann í fyrra og hélt honum á óþekktum stað í um hálfan mánuð og sleppti honum síðan lausum langt fyrir utan Moskvu. Stjórnvöld víða á Vesturlöndum spurðust fyrir um hann á meðan enginn vissi hvar hann var, m.a. Össur Skarphéðinsson þáverandi utanríkisráðherra, sem kallaði sendiherra Rússlands á sinn fund vegna málsins. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Nikolai Alekseev lögfræðingur og leiðtogi réttindahreyfingar samkynhneigðra í Rússlandi segir að það hafi ekkert upp á sig að sniðganga vörur eins og Stolichnaya vodka til að þrýsta á rússnesk stjórnvöld að bæta ráð sitt varðandi mannréttindi hinsegin fólks. Framleiðendur vöru eins og Stolichnaya hafi engin áhrif á rússnesk stjórnvöld, Vladimir Pútin forseta og þingmenn Dúmunnar. Vilji vestræn ríki leggja mannréttindabaráttu hinsegin fólks í Rússlandi lið ættu þau að setja ráðherra og þingmenn sem stóðu t.d. að nýlegri lagasetningu sem þrengir mjög réttindi hinsegin fólks í Rússlandi á bannlista, þannig að þetta fólk geti ekki ferðast til Vesturlanda. Slík aðgerð væri mun líklegri til árangurs en það að sniðganga einstakar vörur frá Rússlandi. Ferðabann á nokkra þingmenn myndi fæla aðra stjórnmálamenn frá því að styðja óréttláta löggjöf gagnvart hinsegin fólki.Nikolai Alekseev getur tekið þátt í gleðigöngum utan Rússlands en ekki í heimalandinu þar sem slíkar göngur eru bannaðar.Nikolai talar af mikilli reynslu um þessi mál en hann hefur margoft verið handtekinn fyrir tilraunir til að koma á gleðigöngum í Moskvu og víðar og orðið fyrir líkamlegu ofbeldi andstæðinga réttinda hinsegin fólks sem gert hafa aðsúg að litlum hópum fólks sem reynt hafa að fara í gleðigöngur, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Þá handtók rússneska leyniþjónustan hann í fyrra og hélt honum á óþekktum stað í um hálfan mánuð og sleppti honum síðan lausum langt fyrir utan Moskvu. Stjórnvöld víða á Vesturlöndum spurðust fyrir um hann á meðan enginn vissi hvar hann var, m.a. Össur Skarphéðinsson þáverandi utanríkisráðherra, sem kallaði sendiherra Rússlands á sinn fund vegna málsins.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira