Innlent

Lögreglan lýsir eftir Friðriki sem hvarf í Suður-Ameríku

Friðrik Kristjánsson
Friðrik Kristjánsson

Lögreglan lýsir eftir Friðriki Kristjánssyni sem hvarf í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur til hans spurst síðan í apríl síðastliðnum.



Friðrik, sem er 30 ára, var þá á ferðalagi um Suður-Ameríku. Lögreglan óskaði eftir aðstoð Interpol í apríl til þess að finna Friðrik og var þá talið að hann væri staddur í Paragvæ eða Brasilíu. Eftirgrennslan bar þó ekki árangur.



Margar sögursagnir hafa verið uppi um afdrif Friðriks, en enginn fótur virðist vera fyrir þeim. Lögreglan verst frétta og segist aðeins lýsa eftir Friðriki og er málið ekki skoðað sem sakamál.



Fréttastofa Stöðvar 2 greindi hinsvegar frá því í apríl að lögreglu hefðu borist upplýsingar um að Friðriki hefði verið ráðinn bani erlendis, eftirgrennslan lögreglu hafi þó ekki leitt neitt slíkt í ljós.



Nú, um þremur mánuðum eftir hvarf Friðriks, er lýst eftir honum hér heima, en í lýsingu lögreglu segir að Friðrik sé 175 sentímetrar á hæð, bláeygður, grannvaxinn, skolhærður og snöggklipptur.



Þeir sem búa yfir upplýsingum um afdrif Friðriks geta sent póst á lögregluna á netfangið abending@lrh.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×