"Tilfinning ungs fólks fyrir peningum er horfin“ Jóhannes Stefánsson skrifar 20. júní 2013 15:19 Harpa telur að með tilkomu korta geti tilfinningin fyrir peningum minnkað. Fjármálalæsi fólks á Íslandi hefur hrakað samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var af Stofnun um fjármálalæsi og sálfræðisviði viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Þetta gildir sérstaklega um ungt fólk. Harpa Friðriksdóttir, B.Ed. í kennarafræðum, telur í ljósi þessa að réttast væri að fjármál yrðu kennd strax við sex ára aldur. Hún skrifaði B.Ed. verkefni við Háskólann á Akureyri fyrir skemmstu þar sem hún reifaði helstu sjónarmið að baki þessari skoðun. „Fjármálalæsi fer hrakandi miðað við að það ætti í raun að fara batnandi," segir Harpa. „Ég ákvað að skrifa um þetta út af því að fólk virðist ekki vita meira um fjármál eftir fjármálakreppu. Þeir sem eru í aldurshópnum 20 - 30 ára virðast ekki hafa næga þekkingu á fjármálum almennt. Okkur hefur farið aftur í að halda heimilisbókhald, það gerir það enginn lengur. Það er held ég út af því að nánast allir eru komnir með kort og þannig virðist tilfinningin fyrir því að fólk sé að fara með peninga horfin."Fjármálalæsi ekki síður mikilvægt en önnur þekking Þá segir Harpa: „Fjármálalæsi er ein forsenda þess að fólk geri sér grein fyrir því hvernig samfélagið virkar. Það gera sér ekkert allir grein fyrir því hvers vegna þeir borga skatta og það virðast fáir vita hvað verðbólga í raun er, þó að fólk hafi heyrt orðið verðbólga margoft." Harpa vil að börnum verði kennt að fara með peninga strax í grunnskóla. „Fjármál eiga að vera kennd frá sex ára aldri. Það á til dæmis kenna að börnunum hvað gerist ef þú færð 200 krónur núna og leggur helminginn fyrir. Börnin ættu að fá að sjá peninginn vaxa út af vöxtunum." Harpa segir vitund ungs fólks á peningum ekki upp á marga fiska. „Börn þurfa að átta sig á því snemma að kortið hjá mömmu og pabba er meira en bara eitthvað plastkort, það er meira sem býr að baki." Hún segir sumar af stærstu ákvörðunum í lífi hvers manns teknar í tengslum við fjármál. Því skjóti það skökku við að í skólum landsins séu fjármálum nær enginn gaumur gefinn. "Af hverju er ég að borga skatta? Margir hafa ekki hugmynd um það og vita ekki í hvað peningunum er eytt og með hvaða hætti hann kemur til baka. Hugarfarið er þannig að „þetta reddast allt". Þá eru mjög fáir sem safna sérstaklega fyrir íbúð."Stendur til bóta með vitundarvakningu Harpa bendir á að síðustu ár sé að eiga sér stað vitundarvakning í málaflokknum. Til að mynda hefur verið komið á laggirnar stýrihóp til að meta hvernig kennslu í fjármálum verður best komið fyrir í skólum landsins. Í ritgerð Hörpu segir svo: „Það er því allra hagur að skólayfirvöld, ríkisstofnanir og aðrir hagsmunaaðilar taki höndum saman og vinni á sem áhrifaríkastan hátt að menntun þegna sinna." Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Fjármálalæsi fólks á Íslandi hefur hrakað samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var af Stofnun um fjármálalæsi og sálfræðisviði viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Þetta gildir sérstaklega um ungt fólk. Harpa Friðriksdóttir, B.Ed. í kennarafræðum, telur í ljósi þessa að réttast væri að fjármál yrðu kennd strax við sex ára aldur. Hún skrifaði B.Ed. verkefni við Háskólann á Akureyri fyrir skemmstu þar sem hún reifaði helstu sjónarmið að baki þessari skoðun. „Fjármálalæsi fer hrakandi miðað við að það ætti í raun að fara batnandi," segir Harpa. „Ég ákvað að skrifa um þetta út af því að fólk virðist ekki vita meira um fjármál eftir fjármálakreppu. Þeir sem eru í aldurshópnum 20 - 30 ára virðast ekki hafa næga þekkingu á fjármálum almennt. Okkur hefur farið aftur í að halda heimilisbókhald, það gerir það enginn lengur. Það er held ég út af því að nánast allir eru komnir með kort og þannig virðist tilfinningin fyrir því að fólk sé að fara með peninga horfin."Fjármálalæsi ekki síður mikilvægt en önnur þekking Þá segir Harpa: „Fjármálalæsi er ein forsenda þess að fólk geri sér grein fyrir því hvernig samfélagið virkar. Það gera sér ekkert allir grein fyrir því hvers vegna þeir borga skatta og það virðast fáir vita hvað verðbólga í raun er, þó að fólk hafi heyrt orðið verðbólga margoft." Harpa vil að börnum verði kennt að fara með peninga strax í grunnskóla. „Fjármál eiga að vera kennd frá sex ára aldri. Það á til dæmis kenna að börnunum hvað gerist ef þú færð 200 krónur núna og leggur helminginn fyrir. Börnin ættu að fá að sjá peninginn vaxa út af vöxtunum." Harpa segir vitund ungs fólks á peningum ekki upp á marga fiska. „Börn þurfa að átta sig á því snemma að kortið hjá mömmu og pabba er meira en bara eitthvað plastkort, það er meira sem býr að baki." Hún segir sumar af stærstu ákvörðunum í lífi hvers manns teknar í tengslum við fjármál. Því skjóti það skökku við að í skólum landsins séu fjármálum nær enginn gaumur gefinn. "Af hverju er ég að borga skatta? Margir hafa ekki hugmynd um það og vita ekki í hvað peningunum er eytt og með hvaða hætti hann kemur til baka. Hugarfarið er þannig að „þetta reddast allt". Þá eru mjög fáir sem safna sérstaklega fyrir íbúð."Stendur til bóta með vitundarvakningu Harpa bendir á að síðustu ár sé að eiga sér stað vitundarvakning í málaflokknum. Til að mynda hefur verið komið á laggirnar stýrihóp til að meta hvernig kennslu í fjármálum verður best komið fyrir í skólum landsins. Í ritgerð Hörpu segir svo: „Það er því allra hagur að skólayfirvöld, ríkisstofnanir og aðrir hagsmunaaðilar taki höndum saman og vinni á sem áhrifaríkastan hátt að menntun þegna sinna."
Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira