Fótbolti

Gunnhildur Yrsa frá keppni fram á næsta ár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Ernir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrrverandi fyrirliði Stjörnunnar og leikmaður Arna-Björnar í Noregi, sleit nýverið krossband í hné.

Hún missir af EM í fótbolta af þeim sökum en hún þurfti að draga sig úr landsliðshópnum sem mætti Danmörku í síðasta mánuði.

Gunnhildur Yrsa staðfestir í samtali við Fótbolti.net að hún hafi slitið krossbandið á æfingu með Arna-Björnar og að hún myndi ekki spila á ný fyrr en á næsta ári.

Hún er á 25. aldursári og á að baki ellefu landsleiki. Hún hafði leikið með Stjörnunni allan sinn feril og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2011 og bikarmeistari í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×