Innlent

Feiknargóð stemning á ATP

Jóhannes Stefánsson og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Margmenni var á tónleikunum í gærkvöldi. Myndin er birt með leyfi ATP Iceland.
Margmenni var á tónleikunum í gærkvöldi. Myndin er birt með leyfi ATP Iceland. Myndir/ ATPICELAND
Stemningin á tónlistarhátíðinni All Tomorrows Parties þótti mjög góð í gær, en Nick Cave tróð meðal annars upp fyrir áhorfendur.

Heimildir fréttastofu herma að Cave hafi dottið af sviðinu, en honum varð þó ekki meint af. Hann kvartaði undan því að vera illt í rassinum eftir fallið en hann hélt áfram að skemmta og gerði grín að atvikinu.

Þórhildur Þorkelsdóttir fréttamaður var á svæðinu. „Það er bara gríðarlega góð stemning. Núna í þessum töluðu orðum er Nick Cave að halda sína tónleika og honum er mjög vel tekið. Það eru mun fleiri hérna heldur en í gær og það er greinilegt að það er hann sem er að trekkja fólk að. Það er mikið af erlendum hátíðargestum og innlendum líka. Björk Guðmundsdóttir er á meðal tónleikagesta hérna í kvöld. Það stefnir allt í að þetta verði mjög skemmtilegt," segir Þórhildur.

Hátíðinni lauk í gærkvöldi, en hér má finna myndir af hátíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×