Kominn í Borgarleikhúsið Kjartan Guðmundsson skrifar 1. júní 2013 20:41 Þorvaldur Davíð hefur alið manninn í Los Angeles og á Íslandi síðan hann útskrifaðist úr Julliard listaháskólanum árið 2011. Hann verður hér heima á næstunni enda önnum kafinn í hinum ýmsu verkefnum. MyndGVA Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur gengið frá fastráðningarsamningi við Borgarleikhúsið og fer með aðalhlutverk í sýningunni Furðulegt háttalag hunds um nótt á næsta leikári. „Þetta er magnað verk og frábært hlutverk að takast á við fyrir nýútskrifaðan leikara," segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem fer með aðalhlutverk í sýningunni Furðulegt háttalag hunds um nótt sem verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins næsta vetur. Þorvaldur hefur jafnframt gengið frá fastráðningarsamningi við Borgarleikhúsið og fer með hlutverk í fleiri sýningum á næsta leikári, meðal annars í leikritinu Jeppi á fjalli eftir Ludvig Holberg sem æfingar eru nýhafnar á. Simon Stephens er höfundur sýningarinnar Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem byggir á samnefndri skáldsögu Mark Haddon. Sagan fjallar um óvenjulegan dreng, Christopher, sem leggur í langferð til að fá skilning á heimi fullorðna fólksins. Borgarleikúsið er fyrsta leikhúsið í heiminum til að til að tryggja sér sýningarréttinn á Furðulegu háttalagi hunds um nótt utan Bretlands og leikstjóri er Hilmar Jónsson. Þorvaldur segist hlakka mikið til. „Hilmar Jónsson leikstjóra þekki ég til dæmis vel enda hef ég unnið með honum tvisvar áður, í Hafnarfjarðarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hann er flottur leikstjóri og það verður gaman að vinna með honum. Við erum í raun nýbyrjuð að undirbúa sýninguna, vinna að persónusköpun og slíku, og það á ýmislegt eftir að koma í ljós." Aðspurður viðurkennir Þorvaldur Davíð að Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, hafi mikinn sannfæringarkraft en ekki hafi þurft mikið til að sannfæra hann um að skrifa undir hjá Borgarleikhúsinu. Leikarinn útskrifaðist frá Juilliard listaháskólanum í New York seinni hluta árs 2011 og hefur síðan dvalið bæði í Los Angeles og hér heima á Íslandi í ýmsum verkefnum. Þar á meðal fór með hann aðalhlutverk í spennumyndinni Svartur á leik og hefur nýlokið tökum á kvikmyndinni Vonarstræti, sem verður frumsýnd í kringum áramótin. Í sumar hefjast tökur á enn einni myndinni sem Þorvaldur leikur í, Blóð hraustra manna í leikstjórn Ólafs de Fleur, auk þess sem Þorvaldur vinnur þessa dagana að undirbúningi sjónvarpsseríu byggða á spennu sögum Ragnars Jónassonar. Í síðastnefnda verkefninu hyggst Þorvaldur leika aðalhlutverk og taka einnig þátt í framleiðslu þáttaraðarinnar ásamt Sagafilm. Því lítur út fyrir að Þorvaldur muni hafa lítinn frítíma í sumar, en hann á von á barni síðsumars ásamt unnustu sinni, Hrafntinnu Karlsdóttur. „Við ætlum þó að reyna að komast eitthvert út á land, vonandi austur á Fáskrúðsfjörð að hitta fjölskyldu sem ég á þar. Það er draumurinn að komast þangað." Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur gengið frá fastráðningarsamningi við Borgarleikhúsið og fer með aðalhlutverk í sýningunni Furðulegt háttalag hunds um nótt á næsta leikári. „Þetta er magnað verk og frábært hlutverk að takast á við fyrir nýútskrifaðan leikara," segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem fer með aðalhlutverk í sýningunni Furðulegt háttalag hunds um nótt sem verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins næsta vetur. Þorvaldur hefur jafnframt gengið frá fastráðningarsamningi við Borgarleikhúsið og fer með hlutverk í fleiri sýningum á næsta leikári, meðal annars í leikritinu Jeppi á fjalli eftir Ludvig Holberg sem æfingar eru nýhafnar á. Simon Stephens er höfundur sýningarinnar Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem byggir á samnefndri skáldsögu Mark Haddon. Sagan fjallar um óvenjulegan dreng, Christopher, sem leggur í langferð til að fá skilning á heimi fullorðna fólksins. Borgarleikúsið er fyrsta leikhúsið í heiminum til að til að tryggja sér sýningarréttinn á Furðulegu háttalagi hunds um nótt utan Bretlands og leikstjóri er Hilmar Jónsson. Þorvaldur segist hlakka mikið til. „Hilmar Jónsson leikstjóra þekki ég til dæmis vel enda hef ég unnið með honum tvisvar áður, í Hafnarfjarðarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hann er flottur leikstjóri og það verður gaman að vinna með honum. Við erum í raun nýbyrjuð að undirbúa sýninguna, vinna að persónusköpun og slíku, og það á ýmislegt eftir að koma í ljós." Aðspurður viðurkennir Þorvaldur Davíð að Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, hafi mikinn sannfæringarkraft en ekki hafi þurft mikið til að sannfæra hann um að skrifa undir hjá Borgarleikhúsinu. Leikarinn útskrifaðist frá Juilliard listaháskólanum í New York seinni hluta árs 2011 og hefur síðan dvalið bæði í Los Angeles og hér heima á Íslandi í ýmsum verkefnum. Þar á meðal fór með hann aðalhlutverk í spennumyndinni Svartur á leik og hefur nýlokið tökum á kvikmyndinni Vonarstræti, sem verður frumsýnd í kringum áramótin. Í sumar hefjast tökur á enn einni myndinni sem Þorvaldur leikur í, Blóð hraustra manna í leikstjórn Ólafs de Fleur, auk þess sem Þorvaldur vinnur þessa dagana að undirbúningi sjónvarpsseríu byggða á spennu sögum Ragnars Jónassonar. Í síðastnefnda verkefninu hyggst Þorvaldur leika aðalhlutverk og taka einnig þátt í framleiðslu þáttaraðarinnar ásamt Sagafilm. Því lítur út fyrir að Þorvaldur muni hafa lítinn frítíma í sumar, en hann á von á barni síðsumars ásamt unnustu sinni, Hrafntinnu Karlsdóttur. „Við ætlum þó að reyna að komast eitthvert út á land, vonandi austur á Fáskrúðsfjörð að hitta fjölskyldu sem ég á þar. Það er draumurinn að komast þangað."
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira