Innlent

Ítalskur göngugarpur sóttur á Fimmvörðuháls

"Menn eru ennþá á leiðinni að honum. Við gerum ráð fyrir að við náum til hans á næsta hálftíma. Það eru nokkrir hópar þarna að kanna aðstæður, sennilega um tuttugu manns," sagði Þorsteinn Jónsson, hjá björgunarsveitinni á Hvolsvelli.

Ítalskur göngugarpur á Fimmvörðuhálsi sendi boð með neyðartalstöð því hann treysti sér ekki sjálfur niður. Veðrið á þessum slóðum er að sögn björgunarsveitanna með verra móti og færðin er sögð slæm.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×