Segist hafa verið hafður að fífli - sakborningar benda hvor á annan 30. maí 2013 11:15 Frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mynd /Frikki "Símon er búinn að hafa mig að fífli,"sagði Jón Baldur Valdimarsson reiður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en hann er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin og flutt inn nítján kíló af amfetamíni frá Kaupmannahöfn til Íslands í janúar síðastliðnum. Mikið ber í milli í framburði Jóns Baldurs og Símonar Páls Jónssonar, sem sakaði Jón Baldur um að hafa skipulagt innflutninginn. Símon Páll bar fyrstur vitni og lýsti aðdragandanum þannig að maður hefði kunnað leið til þess að koma fíkniefnum til landsins og úr varð að Jón Baldur á að hafa beðið hann um að fara með sér og flytja fíkniefni til Íslands. Með þeim í för var Jónas Fannar, bróðir Jóns Baldurs. Þá heldur Símon Páll því fram að hann hafi einn daginn farið í tvær klukkustundir á barinn á meðan Jón Baldur á að hafa fundað með einhverjum, þegar Símon var kominn til baka voru fíkniefni komin á hótelherbergið og að Jón Baldur hafi haft blað með númerum og staðsetningum sem þurfti til þess að senda pakkana. Miðinn á að hafa verið handskrifaður. Þessi framburður stangast þó alfarið á við framburð Jóns Baldurs sem segist hafa trúað því að til stæði að flytja þrjú kíló af amfetamíni til landsins. Hann hafi meðal annars tekið við tösku af fíkniefnum fyrir utan hótelið í ferðinni, og sagði fyrir héraðsdómi að hann væri viss um að það hefðu eingöngu verið þrjú kíló. Símon og Jón Baldur fór því næst í Magasin du Nord þar sem þeir keyptu potta og fleira til þess að fela fíkniefni í. Jón Baldur bendir á að Símon hafi borgað það allt saman. Bróðir Jón Baldurs, Jónas Fannar, sagðist hafa keypt flugför og pantað hótelgistingu fyrir félaga sína. Hann neitar hinsvegar að hafa lagt á ráðin um innflutninginn en allir játa þeir að það hafi átt að flytja fíkniefni til landsins þó deilt sé um magn og hver þeirra sé höfuðpaur í málinu. Tengdar fréttir Töluverð öryggisgæsla vegna réttarhalda Réttarhöld eru hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir sjö karlmönnum sem hafa verið ákærðir fyrir að flytja rúmlega nítján kíló af amfetamíni til landsins með pósti frá Kaupmannahöfn í janúar á þessu ári. 30. maí 2013 09:31 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
"Símon er búinn að hafa mig að fífli,"sagði Jón Baldur Valdimarsson reiður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en hann er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin og flutt inn nítján kíló af amfetamíni frá Kaupmannahöfn til Íslands í janúar síðastliðnum. Mikið ber í milli í framburði Jóns Baldurs og Símonar Páls Jónssonar, sem sakaði Jón Baldur um að hafa skipulagt innflutninginn. Símon Páll bar fyrstur vitni og lýsti aðdragandanum þannig að maður hefði kunnað leið til þess að koma fíkniefnum til landsins og úr varð að Jón Baldur á að hafa beðið hann um að fara með sér og flytja fíkniefni til Íslands. Með þeim í för var Jónas Fannar, bróðir Jóns Baldurs. Þá heldur Símon Páll því fram að hann hafi einn daginn farið í tvær klukkustundir á barinn á meðan Jón Baldur á að hafa fundað með einhverjum, þegar Símon var kominn til baka voru fíkniefni komin á hótelherbergið og að Jón Baldur hafi haft blað með númerum og staðsetningum sem þurfti til þess að senda pakkana. Miðinn á að hafa verið handskrifaður. Þessi framburður stangast þó alfarið á við framburð Jóns Baldurs sem segist hafa trúað því að til stæði að flytja þrjú kíló af amfetamíni til landsins. Hann hafi meðal annars tekið við tösku af fíkniefnum fyrir utan hótelið í ferðinni, og sagði fyrir héraðsdómi að hann væri viss um að það hefðu eingöngu verið þrjú kíló. Símon og Jón Baldur fór því næst í Magasin du Nord þar sem þeir keyptu potta og fleira til þess að fela fíkniefni í. Jón Baldur bendir á að Símon hafi borgað það allt saman. Bróðir Jón Baldurs, Jónas Fannar, sagðist hafa keypt flugför og pantað hótelgistingu fyrir félaga sína. Hann neitar hinsvegar að hafa lagt á ráðin um innflutninginn en allir játa þeir að það hafi átt að flytja fíkniefni til landsins þó deilt sé um magn og hver þeirra sé höfuðpaur í málinu.
Tengdar fréttir Töluverð öryggisgæsla vegna réttarhalda Réttarhöld eru hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir sjö karlmönnum sem hafa verið ákærðir fyrir að flytja rúmlega nítján kíló af amfetamíni til landsins með pósti frá Kaupmannahöfn í janúar á þessu ári. 30. maí 2013 09:31 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Töluverð öryggisgæsla vegna réttarhalda Réttarhöld eru hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir sjö karlmönnum sem hafa verið ákærðir fyrir að flytja rúmlega nítján kíló af amfetamíni til landsins með pósti frá Kaupmannahöfn í janúar á þessu ári. 30. maí 2013 09:31