Erlent

Á yfir höfði sér dauðarefsingu

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Castro hélt stúlkunum föngnum í áratug.
Castro hélt stúlkunum föngnum í áratug.
Saksóknari í Ohio mun meðal annars sækja Ariel Castro til saka fyrir morð en sá rændi, sem kunnugt er, þremur táningsstúlkum í Cleaveland og hélt þeim föngnum í áratug. Castro starfaði sem skólabílstjóri. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér dauðarefsingu. Castro er meðal annars talinn hafa barið eina stúlknanna ólétta þannig að hún missti fóstur átta sinnum.

Castro er undir stöðugu eftirliti en ítarlegt sjálfsmorðsbréf sem hann skrifaði hefur fundist en þar játar hann glæpi sína. „Ég mun sækja Castro til saka fyrir hverja nauðgun, fyrir hvern dag mannránsins, hverja árás sem leiddi til fósturláts,“ segir saksóknarinn Timothy McGinty.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×