Innlent

Kveikt í kirkju mormóna

Greiðlega gekk að slökkva eldinn.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn.
Öll verksummerki benda til þess að reynt hafi verið að kveikja í kirkju Jesú Krists, hinna síðari daga heilögu - kirkju mormóna - við Ásabraut í Garðabæ undir morgun.

Þegar slökkviliðið kom á vettvang á sjötta tímanum, logaði eldur aðallega í einu herbergi og gekk greiðlega að slökkva hann. Þar fannst tómur bensínbrúsi á vettvangi og ummerki eru um að brotist hafi verið inn í kikrjuna. Að loknu slökkvistarfi þurfti að reykræsta húsið og mun tjón a völdum elds, ekki vera mikið. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki , en lögregla rannsakar málið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.