Innlent

Háhyrningarnir skotnir

Illa gekk að bjarga háhyrningunum á Langanesi enda aðstæður erfiðar. Mynd: Hilma Steinarsdóttir
Illa gekk að bjarga háhyrningunum á Langanesi enda aðstæður erfiðar. Mynd: Hilma Steinarsdóttir

Menn frá Þórshöfn skutu í nótt tvo háhyrninga sem höfðu synt upp í fjöru á Langanesi í gær.

Þeim var ekki hugað líf þrátt fyrir miklar björgunartilraunir björgunarsveitarmanna með ýmsum hjálpartækjum en eins og fram hefur komið syntu sex háhyrningar upp í fjöruna. Tveir drápust þar en einum var bjargað út í gær og einum á háflóðinu í nótt. Hinum tveimur sló alltaf flötum fyrir í briminu í nótt og komust ekki út. Þeir voru orðnir mjög máttfarnir þegar ákveðið var að skjóta þá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.