Innlent

Háhyrningarnir skotnir

Illa gekk að bjarga háhyrningunum á Langanesi enda aðstæður erfiðar. Mynd: Hilma Steinarsdóttir
Illa gekk að bjarga háhyrningunum á Langanesi enda aðstæður erfiðar. Mynd: Hilma Steinarsdóttir
Menn frá Þórshöfn skutu í nótt tvo háhyrninga sem höfðu synt upp í fjöru á Langanesi í gær.

Þeim var ekki hugað líf þrátt fyrir miklar björgunartilraunir björgunarsveitarmanna með ýmsum hjálpartækjum en eins og fram hefur komið syntu sex háhyrningar upp í fjöruna. Tveir drápust þar en einum var bjargað út í gær og einum á háflóðinu í nótt. Hinum tveimur sló alltaf flötum fyrir í briminu í nótt og komust ekki út. Þeir voru orðnir mjög máttfarnir þegar ákveðið var að skjóta þá.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×