Erlent

Dæmdur fyrir að múta kennara sínum

Yang Li með Bath háskólann í bakgrunni.
Yang Li með Bath háskólann í bakgrunni.
Hinn 26 ára gamli Yang Li var dæmdur í ársfangelsi fyrir að hafa reynt að múta kennara sínum eftir að hann fékk falleinkunn fyrir doktorsritgerð sína í nýsköpun og tæknistjórnun.

BBC greinir frá því að Li, sem er kínverskur og á efnaða foreldra, gekk á fund kennara síns í Bath háskólanum í Bretlandi og bauð honum fimm þúsund pund, eða tæplega 900 þúsund krónur, ef hann væri tilbúinn að breyta einkunn hans.

Áður en hann lagði féð á borðið sagði hann við kennara sinn að hann væri viðskiptamaður. Svo bauð hann kennara sínum að taka við fénu og hann myndi ekki ónáða hann aftur.

Þegar kennari hans neitaði að taka við mútunum setti Li peninginn aftur í vasa sinn, en þá féll hlaðin loftbyssa úr vasa hans, sem dómurinn taldi að orðið til þess að kennarinn óttaðist um líf sitt og öryggi.

Dómarinn dæmdi hann eins og fyrr segir í árs fangelsi og að auki þarf hann að greiða 4800 pund í sekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×