Sækja um að fá að búa á Mars Jóhannes Stefánsson skrifar 24. apríl 2013 13:04 Mars, rauða plánetan Mynd/ Getty Hefur þú áhuga á að eyða restinni af ævinni á Mars? Þú getur þá sótt um að fá far þangað. Ekki er fyrirhugað að komið verði aftur til jarðar. Mars One er félag sem fyrirhugar að senda manneskjur aðra leiðina til Mars árið 2023 í þeim tilgangi að reyna að koma á varanlegri búsetu á plánetunni. „Við erum mjög spennt að fara að stað með valferlið," sagði Bas Landorp, einn stofnenda Hollenska félagsins og framkvæmdastjóri þess í tilkynningu í tilefni þess að byrjað væri að taka á móti umsóknum. „Þetta er alþjóðlegt verkefni og það er mikilvægt að hver sem er hvar sem er geti spurt sig: Vil ég gera þetta? Er ég tilbúinn í þetta? Ef svarið er já þá viljum við heyra í þér." Umsækjendur þurfa að vera 18 ára og eldri, „þroskaðir og áhugaverðir," en engin krafa er gerð um menntun eða starfsreynslu enda munu þeir sem verða fyrir valinu eyða sjö árum í þjálfun og undirbúning fyrir brottför. Norbert Kraft, yfirmaður heilbrigðismála hjá félaginu, sagði að vegna þess að um væri að ræða varanlega búsetu væri helsta áhyggjuefnið „hvernig hver og einn geimfari hrærist og starfar með öðrum og hæfni þeirra til að takast á við ýmis vandamál út ævina," og síður hvort viðkomandi væri sérstaklega hugrakkur eða hefði reynslu af því að fljúga hraðfleygum þotum. Umsóknarferlið verður opið til 31. ágúst 2013. Umsækjandi þarf að:Greiða þarf umsóknargjald byggt á vergri landsframleiðslu heimalands umsækjanda (umsækjandi frá Kanada þarf til dæmis að greiða 33 dollara)Veita ýmsar upplýsingar um sjálfan sigSkrifa bréf um ástæður umsóknarinnarSenda mínútu langt myndband þar sem hann útskýrir hvers vegna hann ætti að vera meðal fyrstu manneskjanna til að koma til Mars Sérfræðingar á vegum félagsins munu svo velja úr umsóknum. Umsóknarferlið skiptist í fjögur stig, en þeir sem verða fyrir valinu í upphafi þurfa að standast læknisskoðanir í öðru stigi umsóknarinnar. Umsækjendur munu svo keppast um sæti í stigi þrjú og fjögur sem verður sjónvarpað, en ætlunin er að áhorfendur muni svo velja þá sem munu tryggja sér sæti á ferjunni. Félagið áætlar að heildarkostnaðurinn við verkefnið verði sex milljarðar bandaríkjadala sem það hyggst safna með styrktarfé og sölu sjónvarpsréttinda. Nánar um málið á vef CBC. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Hefur þú áhuga á að eyða restinni af ævinni á Mars? Þú getur þá sótt um að fá far þangað. Ekki er fyrirhugað að komið verði aftur til jarðar. Mars One er félag sem fyrirhugar að senda manneskjur aðra leiðina til Mars árið 2023 í þeim tilgangi að reyna að koma á varanlegri búsetu á plánetunni. „Við erum mjög spennt að fara að stað með valferlið," sagði Bas Landorp, einn stofnenda Hollenska félagsins og framkvæmdastjóri þess í tilkynningu í tilefni þess að byrjað væri að taka á móti umsóknum. „Þetta er alþjóðlegt verkefni og það er mikilvægt að hver sem er hvar sem er geti spurt sig: Vil ég gera þetta? Er ég tilbúinn í þetta? Ef svarið er já þá viljum við heyra í þér." Umsækjendur þurfa að vera 18 ára og eldri, „þroskaðir og áhugaverðir," en engin krafa er gerð um menntun eða starfsreynslu enda munu þeir sem verða fyrir valinu eyða sjö árum í þjálfun og undirbúning fyrir brottför. Norbert Kraft, yfirmaður heilbrigðismála hjá félaginu, sagði að vegna þess að um væri að ræða varanlega búsetu væri helsta áhyggjuefnið „hvernig hver og einn geimfari hrærist og starfar með öðrum og hæfni þeirra til að takast á við ýmis vandamál út ævina," og síður hvort viðkomandi væri sérstaklega hugrakkur eða hefði reynslu af því að fljúga hraðfleygum þotum. Umsóknarferlið verður opið til 31. ágúst 2013. Umsækjandi þarf að:Greiða þarf umsóknargjald byggt á vergri landsframleiðslu heimalands umsækjanda (umsækjandi frá Kanada þarf til dæmis að greiða 33 dollara)Veita ýmsar upplýsingar um sjálfan sigSkrifa bréf um ástæður umsóknarinnarSenda mínútu langt myndband þar sem hann útskýrir hvers vegna hann ætti að vera meðal fyrstu manneskjanna til að koma til Mars Sérfræðingar á vegum félagsins munu svo velja úr umsóknum. Umsóknarferlið skiptist í fjögur stig, en þeir sem verða fyrir valinu í upphafi þurfa að standast læknisskoðanir í öðru stigi umsóknarinnar. Umsækjendur munu svo keppast um sæti í stigi þrjú og fjögur sem verður sjónvarpað, en ætlunin er að áhorfendur muni svo velja þá sem munu tryggja sér sæti á ferjunni. Félagið áætlar að heildarkostnaðurinn við verkefnið verði sex milljarðar bandaríkjadala sem það hyggst safna með styrktarfé og sölu sjónvarpsréttinda. Nánar um málið á vef CBC.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira