Erlent

Skotar fela tóbakið

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Væntanlega eru einhverjir skoskir Sölvar Óskarssynir, kaupmaður í tóbaksbúðinni Björk, ósáttir núna.
Væntanlega eru einhverjir skoskir Sölvar Óskarssynir, kaupmaður í tóbaksbúðinni Björk, ósáttir núna.
Hliðstætt bann og hér ríkir og hefur gert lengi, er varðar að tóbak skuli haft bak við tjöld og í lokuðum skápum en ekki til sýnis í verslunum, hefur nú tekið gildi í Skotlandi.

Michael Matheson heilbrigðisráðherra Skota segir tilganginn þann að reyna að koma í veg fyrir að ungt fólk byrji að reykja. Þá hefur einnig verið bannað að selja sígarettur úr sjálfsölum. Svipað bann hefur þegar tekið í gildi í Englandi, Wales og Norður-Írlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×