Segir mögulegt að gera mun betur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. apríl 2013 18:12 Kvikmyndin Oblivion var tekin á Íslandi í fyrrasumar. Stórmyndin Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki er frumsýnd annað kvöld, en eins og margir vita var stór hluti myndarinnar tekinn upp hér á landi. Fram kom í Reykjavík síðdegis í dag að kvikmyndagerð á Íslandi hafi skilað á bilinu fimm til sjö milljörðum í erlendum gjaldeyri á síðasta ári, en Leifur P. Dagfinnsson hjá framleiðslufyrirtækinu Truenorth segir að gera megi enn betur. „Það eru margir sem halda að það sé allt svo frábært en það er ekki rétt. Við sem hrærumst í þessu daginn út og inn vitum það.“ Leifur nefnir gerð Hobbitans sem dæmi um metnað ráðamanna í að fá til sín kvikmyndaverkefni. „Það er fræg saga af því þegar verið var að gera Hobbitann á sínum tíma í kjölfar Lord of the Rings, en þær voru allar teknar á Nýja Sjálandi. Warner Brothers töldu of dýrt að gera Hobbitann þar líka og ákváðu að fara með verkefnið til Ástralíu. Þá flaug bara forsætisráðherra Nýja Sjálands til Los Angeles og sagði bara „Hey við ætlum að fá þetta verkefni og hér eru forsendurnar. Við lögum þetta og fjárfestum 100 milljónum dala í verkefninu,“ því að efnahagsleg innspýting í hagkerfið var svona einn til einn og hálfur milljarður. Menn átta sig á því hvað þetta skiptir rosalega miklu máli og hvað samkeppnin er mikil.“ Leifur segir nauðsynlegt að Ísland nái til sín heilum verkefnum í stað hluta af þeim. „Ég held að þeir sem eru að fara í kosningabaráttu ættu að kynna sér þetta betur, það þarf að gera kvikmyndagerð hagstæðari hér. Eins og hugmynd sem ég kom með um daginn varðandi gjaldeyrishöftin, þessar aflandskrónur. Af hverju bjóðum við það ekki út til framleiðenda sem eru að gera myndir fyrir minna en fimm til tíu milljón dala og leyfum þeim að kaupa íslenska krónu á lægra gengi? Það væri ekki afsláttur sem ríkið væri að gefa heldur fjármagnseigendur, og Seðlabankinn er með útboð á. Af hverju gerum við ekki eitthvað sniðugt með það og bætum við fimmtán eða tuttugu prósenta afslætti í viðbót? Þá værum við að tala um fjörutíu prósent. Þegar ég segi stúdíóunum þetta úti er spurt „Hvað eruð þið með mörg kvikmyndaver? Hvað getum við skotið margar myndir í einu?“. Þá byrja þær spurningar, hvort hægt sé að færa verkefni í heild sinni hingað til að gera iðnaðinn meira viðvarandi, ekki bara hvort hægt sé að koma í tvær vikur og skjóta í einhverri auðn.“ Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Setur útlendingum sem sækja nám strangari skilyrði Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Sjá meira
Stórmyndin Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki er frumsýnd annað kvöld, en eins og margir vita var stór hluti myndarinnar tekinn upp hér á landi. Fram kom í Reykjavík síðdegis í dag að kvikmyndagerð á Íslandi hafi skilað á bilinu fimm til sjö milljörðum í erlendum gjaldeyri á síðasta ári, en Leifur P. Dagfinnsson hjá framleiðslufyrirtækinu Truenorth segir að gera megi enn betur. „Það eru margir sem halda að það sé allt svo frábært en það er ekki rétt. Við sem hrærumst í þessu daginn út og inn vitum það.“ Leifur nefnir gerð Hobbitans sem dæmi um metnað ráðamanna í að fá til sín kvikmyndaverkefni. „Það er fræg saga af því þegar verið var að gera Hobbitann á sínum tíma í kjölfar Lord of the Rings, en þær voru allar teknar á Nýja Sjálandi. Warner Brothers töldu of dýrt að gera Hobbitann þar líka og ákváðu að fara með verkefnið til Ástralíu. Þá flaug bara forsætisráðherra Nýja Sjálands til Los Angeles og sagði bara „Hey við ætlum að fá þetta verkefni og hér eru forsendurnar. Við lögum þetta og fjárfestum 100 milljónum dala í verkefninu,“ því að efnahagsleg innspýting í hagkerfið var svona einn til einn og hálfur milljarður. Menn átta sig á því hvað þetta skiptir rosalega miklu máli og hvað samkeppnin er mikil.“ Leifur segir nauðsynlegt að Ísland nái til sín heilum verkefnum í stað hluta af þeim. „Ég held að þeir sem eru að fara í kosningabaráttu ættu að kynna sér þetta betur, það þarf að gera kvikmyndagerð hagstæðari hér. Eins og hugmynd sem ég kom með um daginn varðandi gjaldeyrishöftin, þessar aflandskrónur. Af hverju bjóðum við það ekki út til framleiðenda sem eru að gera myndir fyrir minna en fimm til tíu milljón dala og leyfum þeim að kaupa íslenska krónu á lægra gengi? Það væri ekki afsláttur sem ríkið væri að gefa heldur fjármagnseigendur, og Seðlabankinn er með útboð á. Af hverju gerum við ekki eitthvað sniðugt með það og bætum við fimmtán eða tuttugu prósenta afslætti í viðbót? Þá værum við að tala um fjörutíu prósent. Þegar ég segi stúdíóunum þetta úti er spurt „Hvað eruð þið með mörg kvikmyndaver? Hvað getum við skotið margar myndir í einu?“. Þá byrja þær spurningar, hvort hægt sé að færa verkefni í heild sinni hingað til að gera iðnaðinn meira viðvarandi, ekki bara hvort hægt sé að koma í tvær vikur og skjóta í einhverri auðn.“
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Setur útlendingum sem sækja nám strangari skilyrði Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Sjá meira