Innlent

Stím málið bíður á borði ákæruvaldsins

Jóhannes Stefánsson skrifar
Höfuðstöðvar þáverandi Glitnis
Höfuðstöðvar þáverandi Glitnis Mynd/ Valli
Rannsókn sérstaks saksóknara í hinu svokallaða Stím máli lauk í seinasta mánuði. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verður gefin út í málinu. Málið er á borði saksóknara sem ræður framhaldi þess.

Málefni Stíms hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara lengi og má rekja hana allt til ársloka 2009. Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, er ásamt nokkrum öðrum með réttarstöðu sakbornings vegna gruns um umboðssvik og markaðsmisnotkun. Grunur leikur á að lánveitingar til Stíms til hlutabréfakaupa í Glitni hafi verið til þess að hafa óeðlileg áhrif á hlutabréfaverð í bankanum.

Framhald málsins ræðst á næstu misserum þegar saksóknari tekur ákvörðun í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×