Færeyingar fá nýja flugstöð Kristján Már Unnarsson skrifar 3. apríl 2013 18:54 Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. Jafnframt er hafin smíði nýrrar flugstöðvar, sem á að verða tilbúin eftir rúmt ár. Framkvæmdirnar kosta um níu milljarða króna en farþegafjöldinn, rúmlega tvöhundruðþúsund manns á ári, er um einn tíundi af því sem fer um Keflavík, og liðlega helmingur þess sem fer um Reykjavíkurflugvöll. Fjölgun farþega um tólf prósent í fyrra er þó ekki það sem stendur undir kaupum á þremur þotum. "Aukningin hjá okkur er ekki bara milli Færeyja og umheimsins. Þetta er einnig aukning í starfsemi okkar utan Færeyja," segir Magni Arge, forstjóri Atlantic Airways í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Tvær af nýju þotunum fær Atlantic síðar á þessu ári en þær verða jafnframt leigðar til sólarlandaflugs fyrir danskar ferðaskrifstofur. En félagið gerir einnig út þyrlur, bæði til innanlandsflugs milli færeysku eyjanna en einnig vegna olíuleitar. Ekki aðeins hefur Atlantic verið með þyrlur í öllum borunum við Færeyjar til þessa heldur einnig sinnt borpöllum í Norðursjó í lögsögu Bretlands, Hollands og Noregs. "Og við erum tilbúnir að takast á við fleiri áskoranir á sviði þyrluflugs. Færeyingar og færeyskt atvinnulíf hafa staðið sig vel í þjónustu við olíuleit. Það eru fleiri en þúsund Færeyingar sem starfa í olíugeiranum. Við erum búnir að fá mikið út úr olíustarfsemi þrátt fyrir að við höfum ekki enn fundið vinnanlega olíu," segir Magni Arge, sem jafnframt er í forystu Samtaka færeyska olíuiðnaðarins. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. Jafnframt er hafin smíði nýrrar flugstöðvar, sem á að verða tilbúin eftir rúmt ár. Framkvæmdirnar kosta um níu milljarða króna en farþegafjöldinn, rúmlega tvöhundruðþúsund manns á ári, er um einn tíundi af því sem fer um Keflavík, og liðlega helmingur þess sem fer um Reykjavíkurflugvöll. Fjölgun farþega um tólf prósent í fyrra er þó ekki það sem stendur undir kaupum á þremur þotum. "Aukningin hjá okkur er ekki bara milli Færeyja og umheimsins. Þetta er einnig aukning í starfsemi okkar utan Færeyja," segir Magni Arge, forstjóri Atlantic Airways í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Tvær af nýju þotunum fær Atlantic síðar á þessu ári en þær verða jafnframt leigðar til sólarlandaflugs fyrir danskar ferðaskrifstofur. En félagið gerir einnig út þyrlur, bæði til innanlandsflugs milli færeysku eyjanna en einnig vegna olíuleitar. Ekki aðeins hefur Atlantic verið með þyrlur í öllum borunum við Færeyjar til þessa heldur einnig sinnt borpöllum í Norðursjó í lögsögu Bretlands, Hollands og Noregs. "Og við erum tilbúnir að takast á við fleiri áskoranir á sviði þyrluflugs. Færeyingar og færeyskt atvinnulíf hafa staðið sig vel í þjónustu við olíuleit. Það eru fleiri en þúsund Færeyingar sem starfa í olíugeiranum. Við erum búnir að fá mikið út úr olíustarfsemi þrátt fyrir að við höfum ekki enn fundið vinnanlega olíu," segir Magni Arge, sem jafnframt er í forystu Samtaka færeyska olíuiðnaðarins.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira