Færeyingar fá nýja flugstöð Kristján Már Unnarsson skrifar 3. apríl 2013 18:54 Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. Jafnframt er hafin smíði nýrrar flugstöðvar, sem á að verða tilbúin eftir rúmt ár. Framkvæmdirnar kosta um níu milljarða króna en farþegafjöldinn, rúmlega tvöhundruðþúsund manns á ári, er um einn tíundi af því sem fer um Keflavík, og liðlega helmingur þess sem fer um Reykjavíkurflugvöll. Fjölgun farþega um tólf prósent í fyrra er þó ekki það sem stendur undir kaupum á þremur þotum. "Aukningin hjá okkur er ekki bara milli Færeyja og umheimsins. Þetta er einnig aukning í starfsemi okkar utan Færeyja," segir Magni Arge, forstjóri Atlantic Airways í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Tvær af nýju þotunum fær Atlantic síðar á þessu ári en þær verða jafnframt leigðar til sólarlandaflugs fyrir danskar ferðaskrifstofur. En félagið gerir einnig út þyrlur, bæði til innanlandsflugs milli færeysku eyjanna en einnig vegna olíuleitar. Ekki aðeins hefur Atlantic verið með þyrlur í öllum borunum við Færeyjar til þessa heldur einnig sinnt borpöllum í Norðursjó í lögsögu Bretlands, Hollands og Noregs. "Og við erum tilbúnir að takast á við fleiri áskoranir á sviði þyrluflugs. Færeyingar og færeyskt atvinnulíf hafa staðið sig vel í þjónustu við olíuleit. Það eru fleiri en þúsund Færeyingar sem starfa í olíugeiranum. Við erum búnir að fá mikið út úr olíustarfsemi þrátt fyrir að við höfum ekki enn fundið vinnanlega olíu," segir Magni Arge, sem jafnframt er í forystu Samtaka færeyska olíuiðnaðarins. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. Jafnframt er hafin smíði nýrrar flugstöðvar, sem á að verða tilbúin eftir rúmt ár. Framkvæmdirnar kosta um níu milljarða króna en farþegafjöldinn, rúmlega tvöhundruðþúsund manns á ári, er um einn tíundi af því sem fer um Keflavík, og liðlega helmingur þess sem fer um Reykjavíkurflugvöll. Fjölgun farþega um tólf prósent í fyrra er þó ekki það sem stendur undir kaupum á þremur þotum. "Aukningin hjá okkur er ekki bara milli Færeyja og umheimsins. Þetta er einnig aukning í starfsemi okkar utan Færeyja," segir Magni Arge, forstjóri Atlantic Airways í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Tvær af nýju þotunum fær Atlantic síðar á þessu ári en þær verða jafnframt leigðar til sólarlandaflugs fyrir danskar ferðaskrifstofur. En félagið gerir einnig út þyrlur, bæði til innanlandsflugs milli færeysku eyjanna en einnig vegna olíuleitar. Ekki aðeins hefur Atlantic verið með þyrlur í öllum borunum við Færeyjar til þessa heldur einnig sinnt borpöllum í Norðursjó í lögsögu Bretlands, Hollands og Noregs. "Og við erum tilbúnir að takast á við fleiri áskoranir á sviði þyrluflugs. Færeyingar og færeyskt atvinnulíf hafa staðið sig vel í þjónustu við olíuleit. Það eru fleiri en þúsund Færeyingar sem starfa í olíugeiranum. Við erum búnir að fá mikið út úr olíustarfsemi þrátt fyrir að við höfum ekki enn fundið vinnanlega olíu," segir Magni Arge, sem jafnframt er í forystu Samtaka færeyska olíuiðnaðarins.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira