Guðmundur Steingrímsson: Ekkert fast í hendi 1. mars 2013 10:30 Guðmundur Steingrímsson „Það er greinilega allt á fleygiferð," segir Guðmundur Steingrímsson, annar formaður Bjartrar Framtíðar sem lækkar allnokkuð í nýrri könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. Björt Framtíð hefur hingað til mælst með fylgi yfir 15 prósentum, og á tímabili mældist flokkurinn með nær 20 prósent fylgi í könnunum. Nú aftur á móti er staðan önnur. Flokkurinn hrapar bókstaflega niður í 8,7 prósent. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að flokkurinn er enn stærsta nýja framboðið og verði niðurstaðan í kosningum eins og könnunin í dag þá næði flokkurinn 6 þingmönnum. Guðmundur segir fylgi flokka á fleygiferð, „og það er ljóst að það er ekkert fast í hendi," bætir hann við. Hann bendir á að óákveðnir eru margir, eða um 42 prósent svarenda könnunarinnar. „Þannig að flokkur óákveðinna er stærsti flokkurinn," segir Guðmundur. Hann segir enn mikinn tíma til stefnu, „nú stendur upp á okkur, eins og með aðra flokka, að skýra fyrir hvað við stöndum fyrir." Spurður hvort Björt framtíð sé að gjalda fyrir mikla áherslu á aðildarviðræður og inngöngu inn í Evrópusambandið, en minni áherslu á skuldavanda heimilanna - eins og virðist ætla að verða línan hjá öðrum flokkum - svarar Guðmundur því til að eina raunhæfa lausnin til þess að bæta skuldastöðu heimilanna sé að koma á stöðugri gjaldmiðli. „Það kemur fljótlega í ljós þegar maður reiknar sig í gegnum allar þessar tillögur um að bæta skuldastöðu heimilanna að þar sé verið að færa fjármagn á milli hópa og lánin eru alltaf jafn dýr," segir Guðmundur. Spurður hvað taki nú við svarar Guðmundur: „Við erum bjartsýn. Nú er bara að keyra þetta upp og sýna úr hverju við erum gerð." Tengdar fréttir Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. 1. mars 2013 06:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
„Það er greinilega allt á fleygiferð," segir Guðmundur Steingrímsson, annar formaður Bjartrar Framtíðar sem lækkar allnokkuð í nýrri könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. Björt Framtíð hefur hingað til mælst með fylgi yfir 15 prósentum, og á tímabili mældist flokkurinn með nær 20 prósent fylgi í könnunum. Nú aftur á móti er staðan önnur. Flokkurinn hrapar bókstaflega niður í 8,7 prósent. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að flokkurinn er enn stærsta nýja framboðið og verði niðurstaðan í kosningum eins og könnunin í dag þá næði flokkurinn 6 þingmönnum. Guðmundur segir fylgi flokka á fleygiferð, „og það er ljóst að það er ekkert fast í hendi," bætir hann við. Hann bendir á að óákveðnir eru margir, eða um 42 prósent svarenda könnunarinnar. „Þannig að flokkur óákveðinna er stærsti flokkurinn," segir Guðmundur. Hann segir enn mikinn tíma til stefnu, „nú stendur upp á okkur, eins og með aðra flokka, að skýra fyrir hvað við stöndum fyrir." Spurður hvort Björt framtíð sé að gjalda fyrir mikla áherslu á aðildarviðræður og inngöngu inn í Evrópusambandið, en minni áherslu á skuldavanda heimilanna - eins og virðist ætla að verða línan hjá öðrum flokkum - svarar Guðmundur því til að eina raunhæfa lausnin til þess að bæta skuldastöðu heimilanna sé að koma á stöðugri gjaldmiðli. „Það kemur fljótlega í ljós þegar maður reiknar sig í gegnum allar þessar tillögur um að bæta skuldastöðu heimilanna að þar sé verið að færa fjármagn á milli hópa og lánin eru alltaf jafn dýr," segir Guðmundur. Spurður hvað taki nú við svarar Guðmundur: „Við erum bjartsýn. Nú er bara að keyra þetta upp og sýna úr hverju við erum gerð."
Tengdar fréttir Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. 1. mars 2013 06:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. 1. mars 2013 06:00