Stjórnarskrárferlið kostaði milljarð Höskuldur Kári Schram skrifar 7. mars 2013 20:01 Stjórnarskrárfrumvarpið hefur kostað skattgreiðendur um eitt þúsund milljónir króna en fjögur ár tók að undirbúa málið. Þingmenn eyddu fimmtíu klukkustundum í tala um frumvarpið sem var tekið af dagskrá í gær. Krafan um nýja stjórnarskrá var sett fram á Austurvelli í miðju hruni. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og stjórnarskrármálið tekið margar óvæntar beygjur. Þegar framsóknarmenn ákváðu í janúarmánuði 2009 að leiða Jóhönnu og Steingrím til valda lögðu þeir til að skipað yrði stjórnlagaþing til að vinna að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Sjálfstæðismenn lögðust hins vegar gegn slíkum hugmyndum og töldu að Alþingi ætti ekki að framselja þetta vald til annarra aðila. Í nóvember 2010 var boðað til þjóðfundar í Laugardalshöllinni þar sem 950 manns mættu til að ræða hugmyndir um breytingar og móta þannig grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Sama mánuð fóru fram kosningar til stjórnlagaþings þar sem 25 fulltrúar voru kosnir. Kjörsókn var 37 prósent. Málið tók hins vegar óvænta stefnu í lok janúarmánaðar 2011 þegar hæstiréttur ógilti kosningarnar. Til að bregðast við þessari niðurstöðu ákvað ríkisstjórnin að setja á fót stjórnlagaráð - skipað þeim 25 fulltrúum sem áttu upprunalega að taka sæti á stjórnlagaþingi. Ráðið kom saman í apríl 2011. Forseti Alþingis fékk svo tillögur að nýrri stjórnarskrá í júlí 2011. Rúmu ári síðar kaus þjóðin um tillögur stjórnlagaráðs og málið fór svo í fyrstu umræðu á alþingi í nóvember í fyrra. Fræðimenn gagnrýndu frumvarp stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og var því ákveðið að óska eftir áliti Feneyjanefndarinnar í byrjun þessa árs. Á sama tíma fóru stjórnarliðar að efast um að hægt yrði að klára málið fyrir kosningar. Eftir að þingmenn voru búnir að ræða málið í fimmtíu klukkustundir lagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, það til að heildarendurskoðun yrði frestað fram á næsta kjörtímabil. Allt þetta ferli kostaði sitt. þjóðfundur um sextíu og þrjár milljónir, kosning til stjórnlagaþings 322 milljónir, stjórnlagaráð um 300 milljónir og þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögurnar um 260 milljónir. Í heild er þetta tæpur milljarður. Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Sjá meira
Stjórnarskrárfrumvarpið hefur kostað skattgreiðendur um eitt þúsund milljónir króna en fjögur ár tók að undirbúa málið. Þingmenn eyddu fimmtíu klukkustundum í tala um frumvarpið sem var tekið af dagskrá í gær. Krafan um nýja stjórnarskrá var sett fram á Austurvelli í miðju hruni. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og stjórnarskrármálið tekið margar óvæntar beygjur. Þegar framsóknarmenn ákváðu í janúarmánuði 2009 að leiða Jóhönnu og Steingrím til valda lögðu þeir til að skipað yrði stjórnlagaþing til að vinna að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Sjálfstæðismenn lögðust hins vegar gegn slíkum hugmyndum og töldu að Alþingi ætti ekki að framselja þetta vald til annarra aðila. Í nóvember 2010 var boðað til þjóðfundar í Laugardalshöllinni þar sem 950 manns mættu til að ræða hugmyndir um breytingar og móta þannig grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Sama mánuð fóru fram kosningar til stjórnlagaþings þar sem 25 fulltrúar voru kosnir. Kjörsókn var 37 prósent. Málið tók hins vegar óvænta stefnu í lok janúarmánaðar 2011 þegar hæstiréttur ógilti kosningarnar. Til að bregðast við þessari niðurstöðu ákvað ríkisstjórnin að setja á fót stjórnlagaráð - skipað þeim 25 fulltrúum sem áttu upprunalega að taka sæti á stjórnlagaþingi. Ráðið kom saman í apríl 2011. Forseti Alþingis fékk svo tillögur að nýrri stjórnarskrá í júlí 2011. Rúmu ári síðar kaus þjóðin um tillögur stjórnlagaráðs og málið fór svo í fyrstu umræðu á alþingi í nóvember í fyrra. Fræðimenn gagnrýndu frumvarp stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og var því ákveðið að óska eftir áliti Feneyjanefndarinnar í byrjun þessa árs. Á sama tíma fóru stjórnarliðar að efast um að hægt yrði að klára málið fyrir kosningar. Eftir að þingmenn voru búnir að ræða málið í fimmtíu klukkustundir lagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, það til að heildarendurskoðun yrði frestað fram á næsta kjörtímabil. Allt þetta ferli kostaði sitt. þjóðfundur um sextíu og þrjár milljónir, kosning til stjórnlagaþings 322 milljónir, stjórnlagaráð um 300 milljónir og þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögurnar um 260 milljónir. Í heild er þetta tæpur milljarður.
Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent