Bannað að mismuna eftir trúarbrögðum 24. febrúar 2013 09:20 Ásdís Halla Bragadóttir, Sjálfstæðismaður og fyrrum bæjarstjóri í Garðabæ, segir að Landsfundur flokks síns þurfi að afturkalla ályktun um kristin gildi sem samþykkt var á fundinum í gær. Í ályktuninni, sem allsherjar- og menntamálanefnd fundarins lagði grunn að í gær, segir að „kristin gildi séu þjóðinni til góðs nú sem aldrei fyrr". Mikilvægt sé að ríkisvaldið standi full skil á félagsgjöldum (sóknargjöldum) til þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. „Öll lagasetning skal ávallt taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við." Ásdís Halla var ekki viðstödd umræðu um ályktunina á fundinum í gær. Hún hafði hins vegar lesið fréttir af henni í fjölmiðlum og tjáði sig á Facebook í kjölfarið. „Í sjálfri stjórnarskránni er lagt bann við því að fólki sé mismunað eftir trúarbrögðum. Ályktun þar sem kveðið er á um það að ,,kristin gildi ráði við lagasetningu" stenst ekki stjórnarskrá og hana þarf Landsfundur Sjálfstæðisflokksins að afturkalla með afgerandi hætti!" Í 64. grein Stjórnarskrár segir: Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna... Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar (félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, lagði til á fundinum í gær fyrir hönd ungra Sjálfstæðismanna að setningin varðandi kristin gildi yrðu felld niður. Var breytingartillagan lögð fyrir fundinn en felld eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi frá fundinum sem Lára Hanna Einarsdóttir tók saman. Áslaug Arna ítrekaði skoðun sína á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún sagðist vera hneyksluð á ályktun fundarins. „Lagasetning á aldrei að taka mið af trúarbrögðum og þingmenn eiga alltaf að vera þingmenn einstaklinga ekki trúarbragða." Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ásdís Halla Bragadóttir, Sjálfstæðismaður og fyrrum bæjarstjóri í Garðabæ, segir að Landsfundur flokks síns þurfi að afturkalla ályktun um kristin gildi sem samþykkt var á fundinum í gær. Í ályktuninni, sem allsherjar- og menntamálanefnd fundarins lagði grunn að í gær, segir að „kristin gildi séu þjóðinni til góðs nú sem aldrei fyrr". Mikilvægt sé að ríkisvaldið standi full skil á félagsgjöldum (sóknargjöldum) til þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. „Öll lagasetning skal ávallt taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við." Ásdís Halla var ekki viðstödd umræðu um ályktunina á fundinum í gær. Hún hafði hins vegar lesið fréttir af henni í fjölmiðlum og tjáði sig á Facebook í kjölfarið. „Í sjálfri stjórnarskránni er lagt bann við því að fólki sé mismunað eftir trúarbrögðum. Ályktun þar sem kveðið er á um það að ,,kristin gildi ráði við lagasetningu" stenst ekki stjórnarskrá og hana þarf Landsfundur Sjálfstæðisflokksins að afturkalla með afgerandi hætti!" Í 64. grein Stjórnarskrár segir: Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna... Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar (félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, lagði til á fundinum í gær fyrir hönd ungra Sjálfstæðismanna að setningin varðandi kristin gildi yrðu felld niður. Var breytingartillagan lögð fyrir fundinn en felld eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi frá fundinum sem Lára Hanna Einarsdóttir tók saman. Áslaug Arna ítrekaði skoðun sína á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún sagðist vera hneyksluð á ályktun fundarins. „Lagasetning á aldrei að taka mið af trúarbrögðum og þingmenn eiga alltaf að vera þingmenn einstaklinga ekki trúarbragða."
Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira