Hugsaði fyrst um fólkið og síðan fjölskylduna Boði Logason skrifar 26. febrúar 2013 16:41 Leiðsögumaður sem sat fastur uppi á þaki jeppabifreiðar, ásamt fjórum ferðamönnum, í tvo klukkutíma í straumharðri á í Landmannalaugum í gærkvöldi, segist hafa hugsað fyrst um fólkið og síðan fjölskylduna sína. Litlu munaði að þyrla Landhelgisgæslunnar kæmist ekki að fólkinu vegna slæms skyggnis Eins og sést á þessum myndum var mikill straumur í ánni og engin leið fyrir fólkið að komast í land án hjálpar frá þyrlunni. Bíllinn sökk meira og meira með hverri mínútunni og tíminn því knappur. Um tíma var tvísýnt hvort að þyrlan kæmist á vettvang vegna veðurskilyrða. „Á tímabili var þetta á jarðinum að ná að komast alla leið en svo gekk þetta nú bara þokkalega," segir Björn B. Björnsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Ragnar Páll Jónsson, leiðsögumaður hjá íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu Extreme Iceland, segist hafa verið búinn að taka þá ákvörðun að fara ekki yfir ánna - enda hafi hún verið mjög vatnsmikil og straumhörð. „Svo er ég að fara snúa við, í staðinn fyrir að setja bílinn í bakkgír þá keyri ég áfram, á einhverja tvo til þrjá metra eftir heim að ánni, þegar bakkinn gefur sig og ég pompa niður." Á nokkrum sekúndum fylltist bíllinn af vatni og vélin drap á sér í kjölfarið. Þá hringdi hann í Neyðarlínuna og kom öllum upp á þak, einum í einu. Þar beið fólkið í um tvo klukkutíma áður en þyrlan aðstoðaði það að komast upp á árbakkann. Var þér létt að sjá þyrluna koma? „Að sjálfsögðu, það var ekkert mikið eftir þar til bíllinn færi alveg í kaf. Það voru svona 10 cm frá toppi í vatnsborðið á hægri hliðinni - framrúðan var líka komin á bólakaf." Ferðamennirnir, tvenn hjón frá Bretlandi, héldu ró sinni allan tímann, að sögn Ragnars. En hvað fer í gegnum hugann á manni í svona aðstæðum? „Að halda fólkinu rólegu og vera sjálfur rólegur. Það er númer 1,2 og 3 - síðan kemur fjölskyldan á eftir. Ég söng líka fyrir fólkið og lét það syngja með mér." Þyrla landhelgisgæslunnar flaug með fólkið á Landspítalann í Fossvogi en þaðan var það var útskrifað seint í gærkvöldi og héldu Bretarnir heim á leið í morgun. Ef þú hugsar til baka, þetta hefði nú getað farið verr þyrlunni hefði seinkað um 20 til 30 mínútur. Er það óþægileg tilfinning? „Jú svolítið, maður veit ekki alveg hvað maður hefði gert og hvað hefði þá verið hægt að gera." Lögreglan á Hvolsvelli sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag, að málið væri í rannsókn hjá lögreglu. Rannsókn ætti að vera lokið fyrir vikulok. Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjálfheldu - lögreglan rannsakar málið Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar íslenskt ferðafyrirtæki fór með fjóra ferðamenn upp að Landmannalaugum, þar sem bíll ferðafyrirtæksisins festist með þeim afleiðingum að fimm voru í sjálfheldu. 26. febrúar 2013 15:45 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Leiðsögumaður sem sat fastur uppi á þaki jeppabifreiðar, ásamt fjórum ferðamönnum, í tvo klukkutíma í straumharðri á í Landmannalaugum í gærkvöldi, segist hafa hugsað fyrst um fólkið og síðan fjölskylduna sína. Litlu munaði að þyrla Landhelgisgæslunnar kæmist ekki að fólkinu vegna slæms skyggnis Eins og sést á þessum myndum var mikill straumur í ánni og engin leið fyrir fólkið að komast í land án hjálpar frá þyrlunni. Bíllinn sökk meira og meira með hverri mínútunni og tíminn því knappur. Um tíma var tvísýnt hvort að þyrlan kæmist á vettvang vegna veðurskilyrða. „Á tímabili var þetta á jarðinum að ná að komast alla leið en svo gekk þetta nú bara þokkalega," segir Björn B. Björnsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Ragnar Páll Jónsson, leiðsögumaður hjá íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu Extreme Iceland, segist hafa verið búinn að taka þá ákvörðun að fara ekki yfir ánna - enda hafi hún verið mjög vatnsmikil og straumhörð. „Svo er ég að fara snúa við, í staðinn fyrir að setja bílinn í bakkgír þá keyri ég áfram, á einhverja tvo til þrjá metra eftir heim að ánni, þegar bakkinn gefur sig og ég pompa niður." Á nokkrum sekúndum fylltist bíllinn af vatni og vélin drap á sér í kjölfarið. Þá hringdi hann í Neyðarlínuna og kom öllum upp á þak, einum í einu. Þar beið fólkið í um tvo klukkutíma áður en þyrlan aðstoðaði það að komast upp á árbakkann. Var þér létt að sjá þyrluna koma? „Að sjálfsögðu, það var ekkert mikið eftir þar til bíllinn færi alveg í kaf. Það voru svona 10 cm frá toppi í vatnsborðið á hægri hliðinni - framrúðan var líka komin á bólakaf." Ferðamennirnir, tvenn hjón frá Bretlandi, héldu ró sinni allan tímann, að sögn Ragnars. En hvað fer í gegnum hugann á manni í svona aðstæðum? „Að halda fólkinu rólegu og vera sjálfur rólegur. Það er númer 1,2 og 3 - síðan kemur fjölskyldan á eftir. Ég söng líka fyrir fólkið og lét það syngja með mér." Þyrla landhelgisgæslunnar flaug með fólkið á Landspítalann í Fossvogi en þaðan var það var útskrifað seint í gærkvöldi og héldu Bretarnir heim á leið í morgun. Ef þú hugsar til baka, þetta hefði nú getað farið verr þyrlunni hefði seinkað um 20 til 30 mínútur. Er það óþægileg tilfinning? „Jú svolítið, maður veit ekki alveg hvað maður hefði gert og hvað hefði þá verið hægt að gera." Lögreglan á Hvolsvelli sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag, að málið væri í rannsókn hjá lögreglu. Rannsókn ætti að vera lokið fyrir vikulok.
Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjálfheldu - lögreglan rannsakar málið Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar íslenskt ferðafyrirtæki fór með fjóra ferðamenn upp að Landmannalaugum, þar sem bíll ferðafyrirtæksisins festist með þeim afleiðingum að fimm voru í sjálfheldu. 26. febrúar 2013 15:45 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Fimm bjargað úr sjálfheldu - lögreglan rannsakar málið Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar íslenskt ferðafyrirtæki fór með fjóra ferðamenn upp að Landmannalaugum, þar sem bíll ferðafyrirtæksisins festist með þeim afleiðingum að fimm voru í sjálfheldu. 26. febrúar 2013 15:45