Erlent

Dæmd í 55 ára fangelsi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
67 ára gömul kona var í dag dæmd í 55 ára fangelsi fyrir barnsrán og misþyrmingu á fjögurra ára gamalli telpu árið 2000. Með dómnum má segja að þrettán ára gömlu mannhvarfsmáli sé loks lokið.

Hinni fjögurra ára gömlu Rilya Wilson var í komið í umsjá barnayfirvalda í Flórída og í framhaldinu í fóstur hjá Geralyn Graham í desember árið 2000. Fimmtán mánuðir liðu áður en í ljós kom að stúlkan var horfin.

Athyglin beindist að Graham en illa gekk að sækja hana til saka þar sem líka Wilson fannst aldrei. Graham þvertók alltaf fyrir að hafa skaðað stúlkuna á nokkurn hátt.

Hundabúr sem talið er að hin fjögurra ára gamla Rilya Wilson hafi mátt dúsa í tímunum saman.Nordicphotos/Getty
Kviðdómur í málinu gat ekki komið sér saman um hvort Graham væri sek eður ei af manndrápi. Hún hlaut hins vegar 30 ára fangelsisdóm fyrir barnsrán og 25 ára dóm fyrir misþyrmingu á barninu. Dómarnir leggjast saman og eru því í heildina 55 ár.

Dómurinn byggði á ummælum þriggja vitna sem dvalið höfðu í fangelsi með Graham. Graham á að hafa sagt hluti sem tengdu hana við glæpinn.

Saksóknari fór fram á lífstíðarfangelsi en verjandi Graham óskaði eftir 11,5 ára fangelsisdómi.

Frétt CBS má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×