Innlent

Forseti lagadeildar HÍ vill til MDE

Róbert Ragnar Spanó, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, er einn þeirra sem óska eftir tilnefningu.
Róbert Ragnar Spanó, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, er einn þeirra sem óska eftir tilnefningu. Mynd/Lýður
Þrír hafa óskað eftir tilnefningu sem dómaraefni við Mannréttindadómstól Evrópu en kjörtímabil íslensks dómara við dómstólinn rennur út þann 31. október.

Auglýst var eftir dómaraefnum þann 24. janúar og þeir þrír sem óskuðu eftir tilnefningu eru:

Guðmundur Alfreðsson, prófessor við lagadeild Háskólans á Akureyri

Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands

Róbert Ragnar Spanó, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands

Umsóknirnar hafa verið sendar nefnd sem mun meta hæfni umsækjendanna til að vera tilnefndir sem dómaraefni af hálfu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×