"Við erum auðvitað í rusli yfir þessu öllu" 16. febrúar 2013 14:28 MYND/AFP Íslenskir vinir íþróttahetjunnar Oscars Pistorius eru harmi slegnir eftir voðaverkið á miðvikudagsnótt. Honum er lýst sem ljúfum og góðum dreng sem hafi reynst fjölskyldunni vel. Pistorius hágrét þegar saksóknari las honum ákæru fyrir morð. „Við erum auðvitað í rusli yfir þessu öllu. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér neitt þessu líkt. Þetta er rosalega sorglegt," segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir, vinkona suður-afríska Ólympíuhlauparans Oscars Pistorius. „Okkar kynni af Oscari eru þau að hann er einstaklega ljúfur og góður drengur og það má ekki gleymast. Hann reyndist okkur ótrúlega vel, jafnvel til að byrja með þegar hann þekkti okkur ekki neitt. Hann gaf okkur alltaf tíma, sýndi okkur hlýju, kærleik og mikla vináttu." Ebba hefur þekkt Pistorius síðan hún var ólétt af syni sínum, sem nú er átta ára gamall. Hann fæddist með sama fæðingargalla og íþróttahetjan, fótalaus fyrir neðan hné. Ebba komst þá í kynni við Pistorius og hefur þeim verið afar vel til vina síðan. Íslenska fjölskyldan fluttist meðal annars til Suður-Afríku, þar sem hún eyddi miklum tíma með íþróttahetjunni. Ebba segir fregnir af skotárás á heimili Pistorius hafa komið öllum í opna skjöldu. Hún hefur ekki rætt við fjölskyldu hans, sem hún þekkir einnig. "Það næst ekki í neinn. Það er auðvitað ekkert grín þegar svona ákæra er lögð fram. Það er allt í uppnámi," segir hún. Ebba hefur aldrei hitt kærustu hlauparans, hina 29 ára gömlu Reevu Steen Kamp, sem hann skaut til bana aðfaranótt 14. febrúar. Þau höfðu verið saman í nokkra mánuði. Pistorius brotnaði niður í réttarsal í Pretoríu í gær þegar saksóknarinn las upp ákæru á hendur honum fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hlauparinn hágrét og neitaði alfarið að hafa myrt kærustu sína. Saksóknari heldur því fram að Pistorius hafi ekki aðeins myrt Steenkamp, heldur hafi hann verið búinn að skipuleggja það fyrir fram. Sjálfur heldur hann því fram að hann hafi ruglast á kærustu sinni og innbrotsþjófi. Steenkamp fannst látin á heimili hlauparans í Pretoríu með fjögur skotsár á líkamanum. Lögreglan hefur áður verið kölluð að húsinu vegna gruns um heimilisofbeldi. Pistorius er 26 ára gamall og hefur löngum verið eitt helsta andlit íslenska stoðtækjaframleiðandans Össurar. Ekki náðist í talsmenn fyrirtækisins í gærkvöld en í yfirlýsingu sem send var út daginn eftir skotárásina sagði að hugurinn væri hjá aðstandendum Steenkamp og allra sem málið varðaði. Þá væri beðið eftir niðurstöðum lögreglu í málinu. sunna@frettabladid.is Oscar Pistorius Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Íslenskir vinir íþróttahetjunnar Oscars Pistorius eru harmi slegnir eftir voðaverkið á miðvikudagsnótt. Honum er lýst sem ljúfum og góðum dreng sem hafi reynst fjölskyldunni vel. Pistorius hágrét þegar saksóknari las honum ákæru fyrir morð. „Við erum auðvitað í rusli yfir þessu öllu. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér neitt þessu líkt. Þetta er rosalega sorglegt," segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir, vinkona suður-afríska Ólympíuhlauparans Oscars Pistorius. „Okkar kynni af Oscari eru þau að hann er einstaklega ljúfur og góður drengur og það má ekki gleymast. Hann reyndist okkur ótrúlega vel, jafnvel til að byrja með þegar hann þekkti okkur ekki neitt. Hann gaf okkur alltaf tíma, sýndi okkur hlýju, kærleik og mikla vináttu." Ebba hefur þekkt Pistorius síðan hún var ólétt af syni sínum, sem nú er átta ára gamall. Hann fæddist með sama fæðingargalla og íþróttahetjan, fótalaus fyrir neðan hné. Ebba komst þá í kynni við Pistorius og hefur þeim verið afar vel til vina síðan. Íslenska fjölskyldan fluttist meðal annars til Suður-Afríku, þar sem hún eyddi miklum tíma með íþróttahetjunni. Ebba segir fregnir af skotárás á heimili Pistorius hafa komið öllum í opna skjöldu. Hún hefur ekki rætt við fjölskyldu hans, sem hún þekkir einnig. "Það næst ekki í neinn. Það er auðvitað ekkert grín þegar svona ákæra er lögð fram. Það er allt í uppnámi," segir hún. Ebba hefur aldrei hitt kærustu hlauparans, hina 29 ára gömlu Reevu Steen Kamp, sem hann skaut til bana aðfaranótt 14. febrúar. Þau höfðu verið saman í nokkra mánuði. Pistorius brotnaði niður í réttarsal í Pretoríu í gær þegar saksóknarinn las upp ákæru á hendur honum fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hlauparinn hágrét og neitaði alfarið að hafa myrt kærustu sína. Saksóknari heldur því fram að Pistorius hafi ekki aðeins myrt Steenkamp, heldur hafi hann verið búinn að skipuleggja það fyrir fram. Sjálfur heldur hann því fram að hann hafi ruglast á kærustu sinni og innbrotsþjófi. Steenkamp fannst látin á heimili hlauparans í Pretoríu með fjögur skotsár á líkamanum. Lögreglan hefur áður verið kölluð að húsinu vegna gruns um heimilisofbeldi. Pistorius er 26 ára gamall og hefur löngum verið eitt helsta andlit íslenska stoðtækjaframleiðandans Össurar. Ekki náðist í talsmenn fyrirtækisins í gærkvöld en í yfirlýsingu sem send var út daginn eftir skotárásina sagði að hugurinn væri hjá aðstandendum Steenkamp og allra sem málið varðaði. Þá væri beðið eftir niðurstöðum lögreglu í málinu. sunna@frettabladid.is
Oscar Pistorius Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira