Erlent

Ólöglegt að mismuna körlum og konum í aðgangseyri á kynlífsklúbba

Jafnréttisráð Danmerkur hefur komist að því að það sé ólöglegt að mismuna körlum og konum þegar kemur að aðgangseyri inn á kynlífsklúbba landsins.

Yfirleitt fá konur frítt inn á þessa klúbba en karlarnir verða að borga 300 danskar krónur eða tæplega 7.000 krónur.

Jafnréttisráðið kannaði verðlistann hjá hinum nýstofnaða kynlífsklúbbi Swingergården milli Slagelse og Sorö. Í framhaldinu var mismunur á aðgangseyri milli kynja þar sagður ólöglegur.

Varaformaður ráðsins segir að þeir hafi áður fengið mál þessu líkt inn á borð til sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×