Christian Bale í nýjustu mynd Baltasars - "Einn sá brjálaðasti í bransanum" Boði Logason skrifar 19. febrúar 2013 17:58 Baltasar Kormákur "Já ég get staðfest það, það er verið að semja við hann en ég veit ekki hvort að samningar hafa náðst," segir leikstjórinn Baltasar Kormákur, sem leikstýrir myndinni Everest sem tekin verður upp í sumar. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því í dag að Christian Bale muni leika aðalhlutverkið í myndinni og staðfestir Baltasar að samningar hafa staðið yfir. „Hann er æðislegur leikari, einn albesti og sá brjálaðasti í bransanum enda nýbúinn að vinna Óskarsverðlaun. Við hittumst og ég sýndi honum Djúpið, og hann hafði mikinn áhuga á að gera þetta. Ég er búinn að berjast fyrir því að fá hann í þetta og sóttist eftir því. Þetta er risadæmi og ég er núna að reyna sannfæra alla um að taka hana hérna upp á Íslandi, við ætlum að fara á Vatnajökul og Mýrdalsjökul á morgun til að skoða hugsanlega tökustaði. Þeir eru komnir hingað að utan til þess að kíkja á það, það er mikill áhugi fyrir því - það gæti farið svo að myndin yrði tekin upp hér og í Nepal," segir hann. Kvikmyndin Everest er byggð á bókinni Into Thin Air, sem á íslensku heitir Á fjalli lífs og dauða. Bókin fjallar um frásögn Jon Krakauer um tvo daga árið 1996 þegar átta manns létust á Mount Everest Hann segir að það skipti sig miklu máli að fá að taka upp hér á landi. „Það er mikið af góðu fólki hér sem ég treysti í erfiðum aðstæðum. Það er líka auðveldara að komast upp á fjall hér en víða annars staðar. Það er nánast hægt að keyra upp á Vatnajökul og svo viltu ekki vinna þar sem er þunnt loftslag þannig að menn geti ekki andað, þú vilt vilt vera í aðstæðum þar sem hægt er að vinna," segir hann. Þá sé það ánægjulegt að geta komið með pening inn í hagkerfið. „Þetta eru hátt í 10 milljarðar sem myndin er gerð fyrir og það er gott að koma með það inn í hagkerfið. Það var alltaf stefnan hjá mér að koma með eins mörg verkefni hingað og ég get. Síðasta mynd gerðist í eyðimörk þannig það var erfiðara - það gekk ekki alveg upp," segir Baltasar að lokum. Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
"Já ég get staðfest það, það er verið að semja við hann en ég veit ekki hvort að samningar hafa náðst," segir leikstjórinn Baltasar Kormákur, sem leikstýrir myndinni Everest sem tekin verður upp í sumar. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því í dag að Christian Bale muni leika aðalhlutverkið í myndinni og staðfestir Baltasar að samningar hafa staðið yfir. „Hann er æðislegur leikari, einn albesti og sá brjálaðasti í bransanum enda nýbúinn að vinna Óskarsverðlaun. Við hittumst og ég sýndi honum Djúpið, og hann hafði mikinn áhuga á að gera þetta. Ég er búinn að berjast fyrir því að fá hann í þetta og sóttist eftir því. Þetta er risadæmi og ég er núna að reyna sannfæra alla um að taka hana hérna upp á Íslandi, við ætlum að fara á Vatnajökul og Mýrdalsjökul á morgun til að skoða hugsanlega tökustaði. Þeir eru komnir hingað að utan til þess að kíkja á það, það er mikill áhugi fyrir því - það gæti farið svo að myndin yrði tekin upp hér og í Nepal," segir hann. Kvikmyndin Everest er byggð á bókinni Into Thin Air, sem á íslensku heitir Á fjalli lífs og dauða. Bókin fjallar um frásögn Jon Krakauer um tvo daga árið 1996 þegar átta manns létust á Mount Everest Hann segir að það skipti sig miklu máli að fá að taka upp hér á landi. „Það er mikið af góðu fólki hér sem ég treysti í erfiðum aðstæðum. Það er líka auðveldara að komast upp á fjall hér en víða annars staðar. Það er nánast hægt að keyra upp á Vatnajökul og svo viltu ekki vinna þar sem er þunnt loftslag þannig að menn geti ekki andað, þú vilt vilt vera í aðstæðum þar sem hægt er að vinna," segir hann. Þá sé það ánægjulegt að geta komið með pening inn í hagkerfið. „Þetta eru hátt í 10 milljarðar sem myndin er gerð fyrir og það er gott að koma með það inn í hagkerfið. Það var alltaf stefnan hjá mér að koma með eins mörg verkefni hingað og ég get. Síðasta mynd gerðist í eyðimörk þannig það var erfiðara - það gekk ekki alveg upp," segir Baltasar að lokum.
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira