Wikileaks kærir piltinn sem var yfirheyrður af FBI fyrir fjárdrátt Karen Kjartansdóttir skrifar 6. febrúar 2013 18:40 Tölvuhakkarinn ungi sem yfirheyrður var af FBI mönnum hér á landi hefur verið kærður fyrir fjársvik og þjófnaði og er meðal annars sakaður um að hafa svikið út tekjur af Wikileaks-bolum sem seldir voru í fjáröflunarskyni. Ungi maðurinn sem um ræðir er fæddur 1992 og verður því 21 árs í ár. Hann kynntist Julian Assange árið 2010 og sóttist í að veita Wikileaks liðsinni og gerðist sjálfboðaliði. Hann hefur látið að því liggja að hann hafi haft veigamiklastöðu innan samtakanna og verið náinn samstarfsmaður Assange. Fullyrt var fyrir skömmu að hann hefði verið yfir starfsmannamálum hjá fyrirtækinu en meðfylgjandi myndir af piltinum og Assange styðja þá frásögn. Talsmaður Wikileaks, segir piltinn hafa beðið um að fá myndir af sér með Julian eins og fjölmargir aðrir sjálfboðaliðar samtakanna. „Þarna eru um að ræða ungan Íslending sem vann nokkur viðvik fyrir samtökin á nokkra mánaða tímabili frá 2011 og fram að hausti 2011 og kom meðal annars til Englands og hitti Julian Assange og fleiri sem tengdust samtökunum eins og reyndar var algegnt með sjálfboðaliða á þessum tíma," segir kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. Kristinn segir helsta verkefni unga mannsins hafi verið að sinna fjáröflun fyrir samtökin sem meðal annars fólust í sölu á bolum. Síðar hafi komið í ljós að fjármunir vegna þessa skiluðu sér ekki á reikning Wikileaks. „Hann beitti síðan blekkingum og fölsunum til að láta féð renna inn á eigin persónulega reikning en ekki samtakanna. Vegna aðstæðna og beiðni frá samtökunum var honum gefinn kostur á að endurgreiða þetta fé á nokkurra mánaða tímabili. Þegar það skilaði sér ekki var málið kært til lögreglu, líklega í mars eða apríl í fyrra og þar er það statt," segir Kristinn. Grunur leikur á að hann hafi haft fimm til sex milljónir af samtökunum. Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins sem tengt er Wikileaks en manninum hefur enn ekki verið birt ákæra. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hefur ungi maðurinn oft komið við sögu lögreglu meðal annars vegna fjárdráttar og þjófnaðar. „Staðan hans virðist vera ákaflega bagaleg og þessar blekkingar og svik, virðast jarða við að vera sprottin af alvarlegum veikindum," segir Kristinn um þennan unga mann. Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Sjá meira
Tölvuhakkarinn ungi sem yfirheyrður var af FBI mönnum hér á landi hefur verið kærður fyrir fjársvik og þjófnaði og er meðal annars sakaður um að hafa svikið út tekjur af Wikileaks-bolum sem seldir voru í fjáröflunarskyni. Ungi maðurinn sem um ræðir er fæddur 1992 og verður því 21 árs í ár. Hann kynntist Julian Assange árið 2010 og sóttist í að veita Wikileaks liðsinni og gerðist sjálfboðaliði. Hann hefur látið að því liggja að hann hafi haft veigamiklastöðu innan samtakanna og verið náinn samstarfsmaður Assange. Fullyrt var fyrir skömmu að hann hefði verið yfir starfsmannamálum hjá fyrirtækinu en meðfylgjandi myndir af piltinum og Assange styðja þá frásögn. Talsmaður Wikileaks, segir piltinn hafa beðið um að fá myndir af sér með Julian eins og fjölmargir aðrir sjálfboðaliðar samtakanna. „Þarna eru um að ræða ungan Íslending sem vann nokkur viðvik fyrir samtökin á nokkra mánaða tímabili frá 2011 og fram að hausti 2011 og kom meðal annars til Englands og hitti Julian Assange og fleiri sem tengdust samtökunum eins og reyndar var algegnt með sjálfboðaliða á þessum tíma," segir kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. Kristinn segir helsta verkefni unga mannsins hafi verið að sinna fjáröflun fyrir samtökin sem meðal annars fólust í sölu á bolum. Síðar hafi komið í ljós að fjármunir vegna þessa skiluðu sér ekki á reikning Wikileaks. „Hann beitti síðan blekkingum og fölsunum til að láta féð renna inn á eigin persónulega reikning en ekki samtakanna. Vegna aðstæðna og beiðni frá samtökunum var honum gefinn kostur á að endurgreiða þetta fé á nokkurra mánaða tímabili. Þegar það skilaði sér ekki var málið kært til lögreglu, líklega í mars eða apríl í fyrra og þar er það statt," segir Kristinn. Grunur leikur á að hann hafi haft fimm til sex milljónir af samtökunum. Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins sem tengt er Wikileaks en manninum hefur enn ekki verið birt ákæra. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hefur ungi maðurinn oft komið við sögu lögreglu meðal annars vegna fjárdráttar og þjófnaðar. „Staðan hans virðist vera ákaflega bagaleg og þessar blekkingar og svik, virðast jarða við að vera sprottin af alvarlegum veikindum," segir Kristinn um þennan unga mann.
Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Sjá meira