Wikileaks kærir piltinn sem var yfirheyrður af FBI fyrir fjárdrátt Karen Kjartansdóttir skrifar 6. febrúar 2013 18:40 Tölvuhakkarinn ungi sem yfirheyrður var af FBI mönnum hér á landi hefur verið kærður fyrir fjársvik og þjófnaði og er meðal annars sakaður um að hafa svikið út tekjur af Wikileaks-bolum sem seldir voru í fjáröflunarskyni. Ungi maðurinn sem um ræðir er fæddur 1992 og verður því 21 árs í ár. Hann kynntist Julian Assange árið 2010 og sóttist í að veita Wikileaks liðsinni og gerðist sjálfboðaliði. Hann hefur látið að því liggja að hann hafi haft veigamiklastöðu innan samtakanna og verið náinn samstarfsmaður Assange. Fullyrt var fyrir skömmu að hann hefði verið yfir starfsmannamálum hjá fyrirtækinu en meðfylgjandi myndir af piltinum og Assange styðja þá frásögn. Talsmaður Wikileaks, segir piltinn hafa beðið um að fá myndir af sér með Julian eins og fjölmargir aðrir sjálfboðaliðar samtakanna. „Þarna eru um að ræða ungan Íslending sem vann nokkur viðvik fyrir samtökin á nokkra mánaða tímabili frá 2011 og fram að hausti 2011 og kom meðal annars til Englands og hitti Julian Assange og fleiri sem tengdust samtökunum eins og reyndar var algegnt með sjálfboðaliða á þessum tíma," segir kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. Kristinn segir helsta verkefni unga mannsins hafi verið að sinna fjáröflun fyrir samtökin sem meðal annars fólust í sölu á bolum. Síðar hafi komið í ljós að fjármunir vegna þessa skiluðu sér ekki á reikning Wikileaks. „Hann beitti síðan blekkingum og fölsunum til að láta féð renna inn á eigin persónulega reikning en ekki samtakanna. Vegna aðstæðna og beiðni frá samtökunum var honum gefinn kostur á að endurgreiða þetta fé á nokkurra mánaða tímabili. Þegar það skilaði sér ekki var málið kært til lögreglu, líklega í mars eða apríl í fyrra og þar er það statt," segir Kristinn. Grunur leikur á að hann hafi haft fimm til sex milljónir af samtökunum. Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins sem tengt er Wikileaks en manninum hefur enn ekki verið birt ákæra. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hefur ungi maðurinn oft komið við sögu lögreglu meðal annars vegna fjárdráttar og þjófnaðar. „Staðan hans virðist vera ákaflega bagaleg og þessar blekkingar og svik, virðast jarða við að vera sprottin af alvarlegum veikindum," segir Kristinn um þennan unga mann. Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Tölvuhakkarinn ungi sem yfirheyrður var af FBI mönnum hér á landi hefur verið kærður fyrir fjársvik og þjófnaði og er meðal annars sakaður um að hafa svikið út tekjur af Wikileaks-bolum sem seldir voru í fjáröflunarskyni. Ungi maðurinn sem um ræðir er fæddur 1992 og verður því 21 árs í ár. Hann kynntist Julian Assange árið 2010 og sóttist í að veita Wikileaks liðsinni og gerðist sjálfboðaliði. Hann hefur látið að því liggja að hann hafi haft veigamiklastöðu innan samtakanna og verið náinn samstarfsmaður Assange. Fullyrt var fyrir skömmu að hann hefði verið yfir starfsmannamálum hjá fyrirtækinu en meðfylgjandi myndir af piltinum og Assange styðja þá frásögn. Talsmaður Wikileaks, segir piltinn hafa beðið um að fá myndir af sér með Julian eins og fjölmargir aðrir sjálfboðaliðar samtakanna. „Þarna eru um að ræða ungan Íslending sem vann nokkur viðvik fyrir samtökin á nokkra mánaða tímabili frá 2011 og fram að hausti 2011 og kom meðal annars til Englands og hitti Julian Assange og fleiri sem tengdust samtökunum eins og reyndar var algegnt með sjálfboðaliða á þessum tíma," segir kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. Kristinn segir helsta verkefni unga mannsins hafi verið að sinna fjáröflun fyrir samtökin sem meðal annars fólust í sölu á bolum. Síðar hafi komið í ljós að fjármunir vegna þessa skiluðu sér ekki á reikning Wikileaks. „Hann beitti síðan blekkingum og fölsunum til að láta féð renna inn á eigin persónulega reikning en ekki samtakanna. Vegna aðstæðna og beiðni frá samtökunum var honum gefinn kostur á að endurgreiða þetta fé á nokkurra mánaða tímabili. Þegar það skilaði sér ekki var málið kært til lögreglu, líklega í mars eða apríl í fyrra og þar er það statt," segir Kristinn. Grunur leikur á að hann hafi haft fimm til sex milljónir af samtökunum. Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins sem tengt er Wikileaks en manninum hefur enn ekki verið birt ákæra. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hefur ungi maðurinn oft komið við sögu lögreglu meðal annars vegna fjárdráttar og þjófnaðar. „Staðan hans virðist vera ákaflega bagaleg og þessar blekkingar og svik, virðast jarða við að vera sprottin af alvarlegum veikindum," segir Kristinn um þennan unga mann.
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira