Erlent

Fundu 2600 lifandi snáka

Hvað er nú þetta? Þetta er snákur.
Hvað er nú þetta? Þetta er snákur.
Tollyfirvöld í Hong Kong fundu í fimmtudag um 2600 lifandi snáka tvö hundrað og þremur kössum sem komu í flugi frá Tælandi. Á pappírum sem fylgdu sendingunni stóð að í kössunum ættu að vera ávextir.

Greint var frá sendingunni á blaðamannafundi í gær. Þar sagði yfirmaður tollgæslunnar að ábending hafi borist frá flugvellinum í Tælandi að kassarnir væru eitthvað grunsamlegir.

Snákunum var pakkað aftur í kassana og sendir aftur til Tælands, þar sem lögreglan mun rannsaka málið.

Talið er að snákarnir hafi átt að fara til Kína, en þar í landi trúa menn því að snáka-át auki kynhvötina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×