Erlent

Segir Hugo Chavez vera á batavegi

Hugo Chavez forseti Venesúela mun vera á batavegi á sjúkrahúsinu á Kúbu þar sem hann gekkst undir krabbameinsaðgerð í síðasta mánuði.

Nicolas Maduro varaforseti landsins segir að líðan Chavez sé orðin stöðug og hann sýni merki um að hann sé að braggast. Þetta kom fram í máli varaforsetans í viðtali á sjónvarpsstöð í gærkvöldi. Maduro segist bjartsýnn á að Chavez muni bráðlega koma heim aftur til Venesúela.

Eins og kunnugt er af fréttum átti Chavez að sverja forsetaeið sinn að nýju þann 10. janúar s.l. en fresta varð þeirri athöfn vegna veikinda hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×