Erlent

Látbragðsleikur Beyonce hneykslar

Bandaríska stórsöngkonan Beyonce sætir nú harðri gagnrýni fyrir að hafa notast við upptöku þegar hún flutti þjóðsöng Bandaríkjanna við embættistöku Barack Obama á mánudaginn.

Sagan fór á kreik er meðlimir lúðrasveitarinnar sem sá um undirspilið upplýstu að þeirra hluti af laginu hefði verið spilaður af bandi. Margir telja víst að svo hafi einnig verið með Beyonce en enn eru skiptar skoðanir um málið vestanhafs. Ef svo reynist er þetta í fyrsta sinn sem þjóðsöngurinn er ekki fluttur á staðnum þegar forseti sver embættiseið.

Milljónir manna fylgdust með athöfninni og þótti flutningur söngkonunnar einstaklega vel heppnaður.

Ekki fylgir sögunni hvort að hinn meinti látbragðsleikur komi til með kasta rýrð á embættistíð Obama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×