Erlent

Steinn hafnaði inni í svefnherbergi

MYND/AP
Kona í Utah er á batavegi eftir að stærðarinnar steinn valt niður brekku, skall á íbúðarhúsi hennar og hafnaði inni í svefnherbergi.

Konan lá þar sofandi í rúmi sínu. Hún slasaðist nokkuð og var flutt á sjúkrahús. Það þykir í raun með ólíkindum að hún hafi komist lífs af enda var steinninn á stærð við lítinn bíl.

Eiginmaður konunnar var ekki heima þegar atvikið átti sér stað en hann sagði fjölmiðlum vestanhafs í gær að hann hafi margoft sagt konu sinni að eitthvað þessu líkt gæti gerst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×