Erlent

Mannræningjarnir með starfsstöðvar í Noregi

MYND/AFP
Hryðjuverkahópurinn sem tók starfsmenn gasvinnslustöðvar í austurhluta Alsír gíslingu í síðustu viku hafði starfsstöðvar í Noregi.

Það er norski fréttamiðillinn Aftenposten sem greinir frá þessu. Þar segir að hópurinn hafi starfað í Noregi í um átta ár og að norsk lögregluyfirvöld hafi fylgst náið með ferðum þeirra.

Norska olíufyrirtækið Statoil sér um rekstur gasvinnslustöðvarinnar en nokkrir starfsmenn félagsins voru á meðal gísla. Fimm Norðmanna er enn saknað en grunur leikur á að þeir hafi flúið út í Sahara eyðimörkina ásamt öðrum gíslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×