Erlent

Konur berjast í fremstu víglínu

Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. MYND/AP
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur aflétt nítján ára gömlu banni við því að konur fái að berjast á fremstu víglínu.

Hingað til hafa konur í Bandaríkjaher gegnt störfum sem sjúkraliðar, herlögregluþjónar og sinnt verkefnum leyniþjónustunnar í Afganistan og Írak.

Með breytingunum gefst herkonum tækifæri á að sinna hermennsku á átakasvæðum.

Í nóvember síðastliðnum stefndu nokkrar konur Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og sögðu bannið brjóta á stjórnarskrárvörðum rétti þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×