Erlent

Löglegt að fresta embættistöku Hugo Chavez

Hæstiréttur Venesúela hefur úrskurðað að það sé löglegt að fresta embættistöku Hugo Chavez forseta landsins.

Henrique Capriles leiðtogi stjórnarandstöðunnar segir að hann sætti sig við þessa niðurstöður hæstaréttar en að hún leysi ekki úr því óvissuástandi sem hefur skapast þar sem engar líkur séu á að Chavez geti tekið við embættinu í bráð.

Chavez liggur sem kunnugt er þungt haldinn á sjúkrahúsi á Kúbu eftir krabbameinsaðgerð. Hann átti að sverja forsetaeið sinn í dag ef allt hefði verið með felldu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×