Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2013 11:37 Nordicphotos/Getty Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. Hann mótmælir frumvarpinu harðlega í samtali við fréttastofu og segir tekjur ríkissjóðs munu snarminnka og í því felist mögulega ritskoðun. Jens Pétur segir frumvarpið að stofninum til frá árinu 2006. Þróun internetsins sé hröð og frumvarpið úrelt. Þá bendir hann á að í 15. grein frumvarpsins felist mögulega ritskoðun. „Það er ákvæði sem veitir Póst- og fjarskiptastofnun heimild til að hafa, eftir atvikum, eftirlit með starfsemi rétthafa léna. Það er hvergi í athugasemdum skýrt út hvað þetta þýðir," segir Jens Pétur. Þótt ákvæðið láti lítið yfir sér telji hann að um opnun á ritskoðun geti verið að ræða. „Til hvers á Póst- og fjarskiptastofnun að hafa eftirlit með starfsemi allra sem hafa .is lén? Þetta þarf að stoppa og löggjafinn þarf að skýra út fyrir almenningi hvað hann er að hugsa með þessu," segir Jens Pétur sem telur innanríkisráðherra á villigötum með frumvarpið. „Setja á erlendum aðilum sérstök skilyrði til þess að skrá lén sem hafa ekki verið áður," segir Jens Pétur en ISNIC var hluti af starfshópi sem unnið hefur að frumvarpinu. Hann segir ekki hafa verið farið eftir tillögum ISNICS. „Fyrir árið 2006 var ákvæði í reglum ISNIC um innlendan tengilið. Þau skilyrði höfðu reynst mjög illa. Þá fóru að spretta upp allskyns óprúttnir innlendir aðilar sem fóru að skrá hitt og þetta. Fræg dæmi um þetta eru Mercedes.is og Microsoft.is sem menn skráðu í þeirri von um að geta selt erlendum rétthafa lénið. Þetta var helst ástæðan fyrir að kröfunni um innlendan tengilið fyrir erlendan rétthafa var aflétt," segir Jens Pétur. „Nú á að bakka aftur í þetta fornaldarfyrirkomulag. Ég sé ekki annað en ástæðan sé sú að vera á móti útlendingum sem eru með .is lén." Í frumvarpi innanríkisráðherra er lagt til að innheimt verði 3,5 prósent rekstrargjald af veltu skráningarstofu íslensks höfuðléns. „Það á að setja á 3,5 prósent lénaskatt. Það þekktist ekki. Við létum gera könnun fyrir okkur hjá samtökum evrópskra landsléna, Center. Það eru ýmis lönd í þessum samtökum því þau eru einfaldlega þau bestu í heimi. Út úr könnunni kemur að ekkert landslén af þeim fimmtíu sem voru spurð eru með lénaskatt. Auðvitað þekkjast lénaskattar í Kína, Íran og svoleiðis löndum enda hefur Íran ekki fengið inngöngu í samtökin vegna sinna skrýtnu lénareglur," segir Jens sem mótmælir skattinum harðlega fyrir hönd handhafa léna. Hann telur að rekstrargjaldið muni verða til þess að gera .is lénið óvinsælt á svipstundu og fólk muni velja sér annað lén. „Tekjur ríkisjóðs munu snarlækka. Þetta mun draga úr skráningum og þar með skattgreiðslu ISNIC. Þrátt fyrir að vera mjög lítið fyrirtæki er ISNIC mjög öflugur skattgreiðandi," segir Jens Pétur.Frumvarpið má lesa með því að smella hér. Jens Pétur er framkvæmdastjóri ISNIC og meirihlutaeigandi í fyrirtækinu. 75% hluti þess er í einkaeigu en 25% í eigu opinberra aðila. Fyrirtækið velti um 244 milljónum króna á síðasta ári eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í á síðasta ári. Sjá hér. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. Hann mótmælir frumvarpinu harðlega í samtali við fréttastofu og segir tekjur ríkissjóðs munu snarminnka og í því felist mögulega ritskoðun. Jens Pétur segir frumvarpið að stofninum til frá árinu 2006. Þróun internetsins sé hröð og frumvarpið úrelt. Þá bendir hann á að í 15. grein frumvarpsins felist mögulega ritskoðun. „Það er ákvæði sem veitir Póst- og fjarskiptastofnun heimild til að hafa, eftir atvikum, eftirlit með starfsemi rétthafa léna. Það er hvergi í athugasemdum skýrt út hvað þetta þýðir," segir Jens Pétur. Þótt ákvæðið láti lítið yfir sér telji hann að um opnun á ritskoðun geti verið að ræða. „Til hvers á Póst- og fjarskiptastofnun að hafa eftirlit með starfsemi allra sem hafa .is lén? Þetta þarf að stoppa og löggjafinn þarf að skýra út fyrir almenningi hvað hann er að hugsa með þessu," segir Jens Pétur sem telur innanríkisráðherra á villigötum með frumvarpið. „Setja á erlendum aðilum sérstök skilyrði til þess að skrá lén sem hafa ekki verið áður," segir Jens Pétur en ISNIC var hluti af starfshópi sem unnið hefur að frumvarpinu. Hann segir ekki hafa verið farið eftir tillögum ISNICS. „Fyrir árið 2006 var ákvæði í reglum ISNIC um innlendan tengilið. Þau skilyrði höfðu reynst mjög illa. Þá fóru að spretta upp allskyns óprúttnir innlendir aðilar sem fóru að skrá hitt og þetta. Fræg dæmi um þetta eru Mercedes.is og Microsoft.is sem menn skráðu í þeirri von um að geta selt erlendum rétthafa lénið. Þetta var helst ástæðan fyrir að kröfunni um innlendan tengilið fyrir erlendan rétthafa var aflétt," segir Jens Pétur. „Nú á að bakka aftur í þetta fornaldarfyrirkomulag. Ég sé ekki annað en ástæðan sé sú að vera á móti útlendingum sem eru með .is lén." Í frumvarpi innanríkisráðherra er lagt til að innheimt verði 3,5 prósent rekstrargjald af veltu skráningarstofu íslensks höfuðléns. „Það á að setja á 3,5 prósent lénaskatt. Það þekktist ekki. Við létum gera könnun fyrir okkur hjá samtökum evrópskra landsléna, Center. Það eru ýmis lönd í þessum samtökum því þau eru einfaldlega þau bestu í heimi. Út úr könnunni kemur að ekkert landslén af þeim fimmtíu sem voru spurð eru með lénaskatt. Auðvitað þekkjast lénaskattar í Kína, Íran og svoleiðis löndum enda hefur Íran ekki fengið inngöngu í samtökin vegna sinna skrýtnu lénareglur," segir Jens sem mótmælir skattinum harðlega fyrir hönd handhafa léna. Hann telur að rekstrargjaldið muni verða til þess að gera .is lénið óvinsælt á svipstundu og fólk muni velja sér annað lén. „Tekjur ríkisjóðs munu snarlækka. Þetta mun draga úr skráningum og þar með skattgreiðslu ISNIC. Þrátt fyrir að vera mjög lítið fyrirtæki er ISNIC mjög öflugur skattgreiðandi," segir Jens Pétur.Frumvarpið má lesa með því að smella hér. Jens Pétur er framkvæmdastjóri ISNIC og meirihlutaeigandi í fyrirtækinu. 75% hluti þess er í einkaeigu en 25% í eigu opinberra aðila. Fyrirtækið velti um 244 milljónum króna á síðasta ári eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í á síðasta ári. Sjá hér.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira